mánudagur, nóvember 27, 2006

skúra,skrúbba,bóna......

Ég er búin að vera svo hrikalega dugleg í dag að það hálfa væri nóg.
Ég byrjaði daginn á því að fara með bílinn í viðgerð í hinum enda borgarinnar, það tók 2 tíma! Því næst tók við alsherjarhreingerning. Ég er búin að gera jólahreingerninguna í ár! Ég tók eldhúsið svoleiðis í rassgatið, þreif alla veggi niður í gólf og tók líka alla veggi inni á baði.. já bara tók þetta allt saman í nefið! Enda var ég í 5 tíma að þessu, með 45 fm tel ég það ansi vel af sér vikið.
Eftir það fór ég til læknisins og fékk lyf fyrir þessum útbrotum í fésinu. Það tók 2 tíma! Nú er ég komin heim, loksins og nenni ekki að elda, enda ætlar drengurinn að gera það!
Hekla er búin að vera algjört englabarn í allan dag, alveg hreint yndisleg. Þegar við vorum að fara með bílinn í skoðun í morgun kom lag í útvarpinu sem heitir ,,I don't feel like dancing" með Scissor sisters, fólk þekkir líklegast þetta lag þar sem því er nauðgað í útvarpinu þessa dagana. Hekla sagði þegar hún heyrði það ,, Mamma, þetta er lagið hans pabba!" hahaha Sverrir HATAR þetta lag og finnst það hinn mesti viðbjóður, finnst hann aðeins rokkaðari heldur en þetta píkulag ársins. mér fannst þetta helvíti gott á hann.
Hekla er með gríðarlega þágufallssýki, hún segir í sífellu mér þegar það á frekar að segja mig og svo þegar ég leiðrétti hana og segi ,,Hekla, mig " þá segir hún alltaf, með mikilli áherslu ,,MICH" greinlega þýskutendensar hjá stúlkunni.
Ég verð aðeins að grobba mig á veðráttunni hér í þessari frábæru borg. Hér geng ég út úr húsi á degi hverjum í engu nema peysu og fer út með ruslið á stuttermabolnum, þvílíkur lúxus að fá svona veður langt fram eftir nóvember.

Annars er því frá að segja að á fimmtudaginn fórum við í appiritivo og fengum okkur aðeins neðan í því og átum á okkur gat og spjölluðum langt fram eftir kvöldi. Þetta fór allt saman fram rétt hjá Gunna og Höllu Báru og buðu þau okkur í eftirpartý heima hjá sér. Við ákváðum því að skilja bílinn eftir uppfrá og tókum leigubíl heim. Þegar ég kom svo daginn eftir að sækja bílinn hafði verið reynt að brjótast inn í bílinn(eða það gert en engu stolið???) því að það var búið að eiðileggja lásinn á hurðinni. En ég fór þó með ferilskrána mína á einn stað þar sem Jole var búin að hringja á undan mér. Fyrirtæki sem sér um mat í einkaþotur, ég hélt að þetta væri nú reyndar aðeins meira spennandi en raun bar vitni og vinnutíminn ekki alveg nógu skemmtilegur og um leið og ég sagði að ég væri með barn þá bakkaði pían þvílíkt. En hún sagði að ég gæti kannski hjálpað til á skrifstofunni þar sem þær væru ekki að leita að neinum í eldhúsið, þar sem ég tala ensku mjög vel og dönsku og er að verða fær í ítölskunni. Ég sagðist alveg vera til í skrifstofuna líka og að þær ættu bara að hringja ef þær vantaði einhvern. Ég var nú bara mjög jákvæð og svona en ég er ekki bjartsýn á þetta. En við bara sjáum til hvernig fer.
Á laugardaginn fórum við svo á jólabasar í skólanum hennar Heklu, eitthvað sem mér þykir mj0g skemmtilegt og Heklu líka en Sverrir er ennþá á móti þessari stefnu og ég skil ekki af hverju. Jújú þau eru pínu sérvitur en það er nú bara mjög fínt fólk sem er með Heklu í bekk og þau sem ég hef talað við þarna. Ekkert að óttast þar.
Á sunnudaginn fórum við svo enn eina ferðina í IKEA og eyddum enn meiri pening... en þetta var allt saman sem við þurftum á að halda og er íbúðin að verða mjög fín. Ég tók reyndar eftir því að það var að losna 3ja herb.íbúð í húsinu okkar og ég spurði að gamni húsvörðinn hvað hún kostar á mánuði og hún sagði 1000 evrur en að hún væri líka risastór. En ég ætti bara að vera róleg og bíða heldur eftir 2ja herb. íbúð hér því að þær eru kannski 100 evrum meira en okkar og við fáum á móti aukaherbergi. En ég ætla að hætta að láta mig dreyma um stærri íbúð.. Eins og Sverrir sagði... á meðan við erum í lítilli íbúð getum við leyft okkur aðra hluti! Rétt er það, ég nenni ekki að fara að elda baunir og hrísgrjón í hvert mál.
Svona leið helgin hjá okkur. Hvernig fór hún hjá ykkur? Einhverjar kojur teknar?

3 ummæli:

Dýrið sagði...

helgin okkar var snilld og kojarar svitans voru teknir á föstudags og laugardagskvöldið. Við enduðum t.d. fjögur í gannislag bæði kvöldin... gott að grannarnir komu ekki, það hefði bara vantað sviðakjamma á borðið til að fullkomna dólgsháttinn!
Hvað keyptirðu á jólabasarnum?

Ólöf sagði...

Ógó gaman um helgina!

cockurinn sagði...

Voruð þið fjórar manneskjur eða sáuð þið bara fjórfalt???
Gott að heyra að allir skemmtu sér um helgina!
Ég keypti náttúrusápu handa Heklu, piparkökuhús, sem við skreyttum sjálfar, og liti sem eru notaðir í steiner reglunni. Við erum svo náttúruleg... Borðuðum svo grænmeti sem við ræktuðum sjálf og drápum ekki!