fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Aukahendur, auglýsi eftir aukahöndum....

Fór í lestina í dag og sá móður í sömu aðstöðu og ég er í á hverjum degi.....ekki með nógu margar hendur, svo einfalt er það. Mér finnst að þegar maður fæðir barn eigi að fylgja með aukahendur sem maður getur sett á sig og tekið af að vild og þær fúnkera fullkomlega eins og venjulegar hendur!
Ég er að verða jafnfræg og systur mínar, ha! Ég var í bænum í dag og var nokkuð vel klædd, þó ég segi sjálf frá, það var ekki nógu mikið horft á eftir mér, var nett komin með nóg þegar ég kom heim og þá var einn maður búinn að elta mig heim úr lestinni! En hvað um það, það sem ég ætlaði að segja var að þegar ég var að labba niðri við Duomo þá koma að mér tveir skælbrosandi Japanir og spyrja mig hvort þeir megi taka mynd af mér fyrir japanskt tískublað og þau tóku nokkrar myndir og svo tóku þau niður nöfnin á merkjunum sem ég var í sem voru mjög mikilvæg og stór merki eins og t.d.HogM og útimarkaður hér við húsið mitt og verlsanir með notuðum fötum. Ekkert Armani þar get ég sagt ykkur!

Ég reyndi í annað sinn að fara í vintage búðina sem ég er búin að sjá hér og það tókst jafnvel og síðast, hún var aftur lokuð! En ég mun reyna aftur og það mun takast að koma mér þarna inn.
Ég fór svo í HogM við San Babila(rétt við Duomo) og þar var lítil geðsýki í gangi, allt allt of mikið af fólki. Fann mér pils og brjóstahaldara og gat ekki einu sinni mátað. Ég komst svo reyndar að því hvers vegna fólk var eins og geðsjúklingar þarna inni og var það útaf einhverjum hönnuðum sem heita Victor og Rolf eru að selja HogM línuna sína í þessari verlsun. Ég er að sjálfsögðu mikið inni í tískuheiminum og veit allt um þessa menn, eða þannig!
Ég er farin að borða salat í hádeginu núna og það samanstendur af: salati(rucola/babyspínat), döðlum,ólífum,túnfisk, ristuðum pecanhnetum,tómötum og mozzarella, og ef einhver dirfist að segja mér að það sé örugglega jafnmikil fita í þessu og í samloku með prociutto,osti, majó og sinnepi þá á sá hinn sami ekki sjö dagana sæla héðan í frá,OK!
Ég hef ekki fengið mér bjór eða vín í viku núna og ég sé engan mun ennþá á húðinni í fésinu, ekki sátt.
Hekla er orðin svo dugleg í leikskólanum, ég er alveg rosalega stolt af henni, nú þarf ég bara ð sitja hjá henni í 10 mínútur korter og fer svo og kem og sæki hana klukkan 15.30. Ég held að þetta fyrirkomulag sé miklu betra en að hafa hana bara til klukkan 13.00 því að svona lærir hún meira. Það tekur á að læra, maður!
Hekla er núna að leika einleik fyrir mig, hún er Solla stirða og Halla hrekkjusvín þegar þær eru í fangelsinu og fer með þetta allt saman orðrétt, bæði hlutverkin. Ekkert smá sætt!!!
Ég ákvað að reyna að fita dóttur mína með súkkulaði köku, en allt kom fyrir ekki hún hefur ekki tekið einn bita af kökunni og ég er búin að borða hana alla. Hún er ekki með venjulega bragðlauka, þetta barn!

3 ummæli:

Dýrið sagði...

victor og rolf eru tveir af mínu bestu vinum... ótrúlega góðir strákar!
vavavava segir indónesíska stelpan í bekknum mínum alltaf, mér finnst það mjög töff upphrópun og mun hér með taka hana upp.
vavavava... bara orðin japanskt tískumódel!

cockurinn sagði...

hahaha já einmitt!

Ólöf sagði...

úúú kúl beib! Gott að heyra að það gengur betur með Hekluna!