mánudagur, nóvember 06, 2006

fita barn, grenna mig... hvernig fer ég að???

Tengdamóður minni tókst með eindæmum vel að fita dóttur mína í sumar og svo um leið og ég fæ hana til mín byrjar hún að horast niður, ég bara skil þetta ekki. Ég held að ég verði bara að hafa tvíréttað á hverjum degi, kjötbollur og sósu og smjör í matinn fyrir Heklu og Sverri og salat fyrir mig. Maður verður nú að líta vel út fyrir brúðkaupið. Ég held reyndar að ég sé haldin einhvers konar syndromi,því að í hvert skipti sem ég segi við sjálfa mig,, nú ferðu í megrun og hættir þessu áti,, þá fer ég að éta helmingi meira en áður.
Ég hef versnað til muna í andlitinu og lít ég núna út eins og híena eftir slag við ljón, enda var drukkinn bjór og hvítvín um helgina, en á föstudaginn var ég næstum orðin góð og hafði þá haldin bjór og vín bindindinu í 2 vikur. Ef ég lagast ekki eftir 2 vikur þá fer ég til læknis.
Sjónvarpið er reyndar alveg að gera sig, núna getum við horft á almennilegar bíómyndir, á ensku, en ekki einungis það heldur líka eru allar ítölsku stöðvarnar orðnar skýrar og fleiri þannig að við getum líka horft á fréttir og ljóshærðar, barmastórar lítalæknisstelpur. Æði!
Ég hef núna klárað bæði Paulu og Fridu, eftir Bárbara Mujica. Mér fannst Paula algjör snilld, enda er Isabel Allende ein af mínum uppáhaldsrithöfundum en hins vegar var ég ekki eins hrifin af Fridu. Mér fannst hún alltaf út alla bókina,sem er ekki stutt, vera að tönnlast á sama hlutnum. Hins vegar er þetta náttúrulega hrífandi persóna og gaman að lesa um hana og hennar líf en svo aftur á móti er þetta skáldsaga þannig að það er náttúrulega takmarkað sem er satt í bókinni. Mér fannst hún ekkert rosalega skemmtileg sem sagt. En nú er ég að verða uppiskroppa með bækur og er aðeins ein eftir og er það Violets are Blue eftir James Patterson. Sjáum hvernig hún er....
Hekla var ekki alveg nógu dugleg í leikskólanum í gær, litla greyið, hún er svo hryllilega feimin. Ég vona að það gangi betur í dag. Við erum nefnilega að prófa að hafa hana allan daginn. Ég held að það flýti líka fyrir tungumálinu hjá henni að vera lengur á daginn, frekar en þessa 4 tíma sem hún er búin að vera hingað til.
Ég gerði kjötbollur í gær, en það er hennar uppáhald, þar sem hún borðaði ekki neitt í leikskólanum(gaman.. eða þannig) og hún borðaði alveg heilmikið sem betur fer, og svo sá ég til þess að það yrði afgangur svo að hún gæti farið með í leikskólann. Það má nefnilega koma með nesti handa krökkunum ef maður vill, þannig að héðan í frá fær hún kjötbollur,fiskibollur, pasta pesto og allt sitt uppáhald til þess að hún hverfi ekki bara með einu og öllu.
Hún kom til mín í gær þegar ég var fyrir utan skólastofuna hennar og sagði ,, ohhh mamma það eru svo mikil læti þarna inni, í leikskólanum hjá ömmu Margréti eru ekki svona mikil læti!" Já Ítalirnir eru svo sannarlega með meiri læti en Íslendingarnir og það er bara eins gott að hún fari að venjast því, held ég bara.
Mér finnst ég bókstaflega vera með rýting í hjartanu allan daginn á meðan hún er í leikskólanum og kennarnarnir hennar eru sko ekkert að reyna að láta manni líða betur. Þegar maður kemur horfa þær á mann eins og ég sé versta mamma í heimi og lýsa deginum á þennan hátt með mikilli dramatík í röddinni ,, guð, ertu komin, það gekk sko ekki vel í dag, hún grét og grét og borðaði ekki neitt og vildi ekki fara út að leika og vildi ekki sofa og ég þurfti að vera með hana í allan dag, þetta var sko ekki góður dagur fyrir hana!!!" Ekki skemmtilegt, ha? Mannig líður andskoti nógu illa að hafa hana þarna, en að fá svona móttökur er sko ekki auðvelt að höndla.
Þetta kemur allt saman, ég verð að vona það besta, það gekk mjög vel í fyrra og það hlýtur að gera það núna líka. Tekur bara smá tíma, verð að vera róleg!
Það er svo falleg veður hér í Mílanó, það er alveg yndislegt. Dag eftir dag er sól og blíða, það hefur reyndar kólnað mikið en samt sem áður er það í lagi því að sólin skín og vermir manns kropp.
Öll góð megrunarráð eru vel þegin!!

7 ummæli:

Ólöf sagði...

besta megrunarráðið held ég að sé að hætta að spá í hvað þú ert að borða og hreyfa sig mikið!! Ég get nú ekki sagt mikið en þetta hefur maður heyrt!

Ólöf sagði...

ég sit einmitt ákúrat núna og er að úða í mig kleinuhring og er ekki að fara út að hlaupa á eftir...

Nafnlaus sagði...

Eg er milljon sinnum buin ad ætla ad kommenta herna...en eitthvad verid spehrædd. Skil thig vel ad vera illt i hjartanu thegar Hekla er i leikskolanum en er alveg viss um ad thetta gengur yfir. Arna var i 2 manudi i adlogun a voggustofunni her i fyrra (reyndar natturulega miklu yngri, en samt) og eg for einu sinni ad grenja fyrir framan fostrurnar, gedveikt neydarlegt en thær foru samt ad vera betri vid mig eftir thad, he he. Bid ad heilsa S og H.
Bestu kvedjur fra Køben
Hrefna

cockurinn sagði...

gaman að heyra frá þér Hrefna, endilega kommentaðu sem oftast, kv til Geirs og Örnu
la famiglia milanese

Ólöf sagði...

oh, gréstu ekki yfir paulu? ég grét svo þegar ég las hana að það var allt úr fókus...
gaman að lesa bloggið þitt :)

knús,
lóa

cockurinn sagði...

eh jú ég var alveg í mega fíling eða þannig, var að reyna a lesa hana þegar ég þurfti að sitja fyrir utan dyrnar á leikskólastofunni hennar Heklu... svo voru krakkarnir alltaf að koma út og ég hálfsnöktandi þarna... held þeim finnist við vera skrítið fólk!

Dýrið sagði...

hæ beibí,
Mér fannst þetta með híenuna sem lendir í ljóni ógeðslega fyndið!
hættu bara þessu megrunarrugli ég man ekki betur en þú sért vaxin eins og kúlupenni... hætta þessu rugli bara og njóta þess að vera til segir kaloríukata!