miðvikudagur, nóvember 22, 2006

3 færslur á einum degi,það er ágætt!

ég hefði alveg eins getað fengið mér extra stórann hamborgara frá Nonna bitum! Þetta salat sem ég var að borða í síðustu viku var soldið mikið fitandi ég veit það núna og geri mér grein fyrir því og einnig viðurkenni! DEM! Eftir frekari rannsóknir þá hef ég komist að þessari niðurstöðu og mun ég ekki aftur plata sjálfa mig á þennan hátt. Fékk ég mér því salat með tómötum,blönduðu salati, furu-og pecanhnetum ristuðum á teflon pönnu, rifnum gulrótum og ólífum(í vatni) með örlítilli olíu(ólífu) og balsamicediki og að sjálfsögðu salti(maldon) með þessu drakk ég sódavatn! Þetta var þrátt fyrir allt saman bara ágætis salat! Ég mun halda þessu áfram fram að giftingu! Ég er búin að setja allt nammi og snakk í poka, keypti engan bjór og ekkert vín og fullt af salati og babygulrótum, las yfir manninum mínum að ef hann hjálpaði mér ekki við þessa megrun að þá myndi ég fita mig sérstaklega mikið og hann myndi þurfa að giftast ofurfeitri konu!
Það kom reyndar ekkert mjög mikið við hann því að ég hef verið soldið feit og honum fannst ég alltaf jafn falleg, þessari elsku!
nei ég sagði honum að hann bara YRÐI að hjálpa mér, þetta gengi ekki lengur svona.... þetta sukk og svínarí á okkur. Fer á morgun að leita að jógastöð.... hmmm.. æ.. ætlaði ég ekki að gera það í dag??? getur verið! En nei það verður þá bara á morgun, því að þá verð ég með GPS tæki í láni og get því fundið þetta án vandræða!
Á morgun segir sá lati!!!! Ég segi á morgun án leti!

Engin ummæli: