Við fórum upp að Clooney vatninu eða Como eins og það heitir víst. Ég var mjög svekkt þar sem við sáum bara eitthvað vatn og fjöll en engan George Clooney!
En annars var þetta alveg ótrúlega fallegt vatn og allt þar í kring. VIð fórum með Gunna og Höllu Báru. Við keyrðum mikið en stoppuðum svo á pizzastað og fengum mjög góða pizzu lögðum svo í hann á ný og fórum í Cittá di Como og þar stoppuðum við(eftir að hafa leytað að bílastæði í 30 mín.)og skoðuðum okkur aðeins um, m.a. fallega kirkju, fórum svo heim á ný. Þegar heim var komið fengum við okkur saman sushi og stelpurnar fengu að leika sér soldið saman, sem þær fá beisiklí ekki nóg af. Þetta endaði í smá drykkju hjá hjónaleysunum, hjónin sjálf héldu sér nett þurrum en við Svessi rokk erum soldið blaut þannig að við drukkum bara og drukkum.Fórum svo heim um 2 leytið og skildum dótturina eftir. Ekkert að óttast þar því að hún var svo fúl þegar við komum að sækja hana daginn eftir að það hálfa, vildi bara leika við hana Leu sína.
Þetta var allt saman alveg frábært, mjög skemmtilegt.
Ég ætlaði reyndar að segja frá því að ég og hinn helmingurinn fórum á koju á föstudeginum og grófum upp ýmsan skít um hvort annað, eða þannig, við nefnilega vissum ekki ALLT um hvort annað áður en við fórum að vera saman, einmitt!
Það er alltaf svo gaman að fara með Sverri mínum á koju, við erum nefnilega svo skemmtileg með víni, sjáiði til!
Í gær gerðum við hins vegar reginmistök! Við fórum í IKEA, ég meina hvað á maður annað að gera þegar sólin skín og það er svo hlýtt að maður er bara á peysunni!
En annars var nett þörf á þessu, mig langaði nefnilega helst til að æla á baðherbergisgólfið þegar ég gekk þar inn. Ég held að þegar ég flyt inn í nýja íbúð þá fari einhver varnarstarfsemi í gang hjá mér og mér finnst bara allt svooo fínt, já-já-þetta-er-allt-í-lagi fílíngur fer í gang og ég sætti mig við ótrúlegustu hluti eins og t.d. þetta baðherbergi sem er mesti viðbjóður og ég fékk nóg í gær. En við erum núna búin að bæta allt saman og líka aðeins að bæta eldhúsið og þetta er allt að koma. Ég meina ef við ætlum að vera hér í 2 ár í viðbót þá bara verðum við að vinna í íbúðinni. Ég ætla að reyna að dobbla Sverri til að fara í vinnugallann næstu helgi og jafnvel hóa í Gunna og mála skrímslið! Það er sko þörf á því þar sem það hefur ekki verið málað hér síðan 1973(án gríns!Jole sagði mér það) og það er mesti viðbjóður hér, svona til að lýsa þessu nánar þá get ég ekki strokið með rökum klút af veggjum hér(ekki einu sinni þurrum) því að þá fer málningin bókstaflega af! og þegar maður strýkur eftir veggjunum með höndunum þá er maður með kalk á höndunum eins og eftir krít! En hingað og ekki lengra við förum með þetta alla leið og lögum þetta!
Ég held að ég hafi komist að niðurstöðu í mínu vandamáli að geta ekki skilið eftir einn bita á disknum mínum! Ég vorkenni honum! Mér finnst hann eitthvað svo einmana þarna að ég bara verð að gera eins við hann og vini hans og fjölskyldu.....borð'ann.
Ég var rosalega dugleg á föstudaginn og tók bílinn í gegn, skipti um peru í honum og þvoði hann og bónaði og svo í dag er hann næstum því jafn skítugur og hann var áður.Það er svo skemmtilegt að þrífa eitthvað hér í þessari borg því að það verður allt skítugt aftur eftir 2 daga.
Hvílík geðsýki sem var í IKEA í gær, við fórum þangað um 13 leytið en svo þegar við vorum á leiðinni heim um 17.00 þá var röð inn á svæðið frá hraðbrautinni! Ítalirnir fara nefnilega þangað á sunnudagskvöldum til að fá sér sænskar kjötbollur og versla í leiðinni!
Ég keypti mér naglaþjalir, óójá naglaþjalir ég er nefnilega að undirbúa mig fyrir brúðkaup sko.... Þeir sem þekkja mig vita að ég er líklegast með ógeðslegustu neglur sem fyrirfinnast þar sem ég er alltaf að skera af þeim helminga og toppa o.s.frv. þá líta þær síður en svo vel út! En nú er ég ekki að vinna á veitingastað og get loksins haft þær fínar, mér finnst ég svo konuleg þegar ég er að þjala, það er mjög gaman. Loksins get ég farið í pæjuföt á hverjum degi og gert mig fína, það er mj0g indælt að vera ekki alltaf geðveikt sveitt og morkin í galla fullum af matarslettum og ógeði með hníf í hendi og plástur á öllum puttum!
Ég gerði rosalega gott pastasalat í gær með fullt af góðgæti í. Í því voru : túnfiskur, ólífur, tómatar, harðsoðin egg, döðlur, parmesanostur, mozzarellaostur og ristaðar pecanhnetur. Dressingin var: hálf tsk dijon sinnep,1 msk hvítvíns edik og 2 msk ólífuolía(extra virgin). Þetta var algjört sælgæti!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Í Danmark fórum við alltaf og fengum okkur sænskar kjötbollur og versluðum. Best að fá sér franskar með, úhú svo gott! Veit að þetta er nú ekkert michelin en samt rosa gott! Hef ekki prófað hér en hef heyrt að eldhúsið sé ekki eins gott og í Köben :(
híhí já það er fínt hér líka en ekki eins gott og í Köben! Við vorum að spá í að fá okkur en guði sé lof að við hættum við, því að við hefðum komið heim klukkan 1 um nóttina, miðað við umferðina.
Hvernig væri nú að endurlífga myndasíðuna ykkar .......
bíð spennt
smakk smakk
Sigrún
Djöfull væri ég til í góðan kojara með ykkur hjónaleysunum (not for much longer) núna!
ástarkveðjur annars frá londres og ég styð þetta með myndasíðuna!
Skrifa ummæli