þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Eitt stykki afmæli að baki

Já við héldum upp á afmæli stúlkunnar í gær, í annað skiptið! Það var svaka fjör. Þröngt máttu sáttir sitja og allt það.
Ég ákvað að láta gesti veislunnar vera mín persónulegu tilraunadýr. Var búin að vera með nokkrar hugmyndir í hausnum fyrir brúðkaupið og ákvað að láta reyna á það í þessu afmæli. Ég var ekki alveg búin að móta allar hugmyndirnar en þær svona mótuðust eftir því sem leið á daginn, sem þýddi reyndar að ég þurfti að fara aftur í búðina 1 og hálfum tíma áður en gestirnir mættu á svæðið. En þetta var allt saman algjört sælgæti, heppnaðist rosalega vel og þá sérstaklega 2 hlutir sem ég að sjálfsögðu segi ekki frá fyrr en að loknu brúðkaupi, en mæli sterklega með. Kakan var nú ekki alveg eins glæsileg og í fyrra afmælinu, sem var Solla Stirða, en hún var þó alveg þokkaleg. Útaf því að ég hafði ekki gert neitt af þessu áður(í þessum búning) þá var ég allan daginn að þessu en fannst alveg rosalega skemmtilegt. Ég held líka að ég hafi aldrei haldið eins ódýrt barnaafmæli, það kostaði ekki nema 6000 kall og þá erum við að tala um að ég bauð uppá 4 rétti og eina köku og pönnukökur, ásamt því að vera með rauðvín, hvítvín,bjór,gos og kaffi. Helvíti vel sloppið. En um kvöldið þegar fólk var farið gat ég ekki hreyft mig af þreytu, mesti auminginn!
Sverrir náði í bílinn í gær úr skoðun og viðgerð eftir innbrotstilraun og viti menn það var alveg hreint ÓGEÐSLEGA dýrt! Við ákváðum að fara með bílinn í skoðun og viðgerð í umboðinu því að ef maður gerir það í hvert skipti þá fær maður betra verð fyrir bílinn í endusölu og þar sem ég á ekki bílinn þá ákvað ég að gera þetta. En það kostar mann helmingi meiri pening að gera þetta svona. En nú er hann allur yfirfarinn og fínn og við skulum vona að hann haldist bara svona í smá tíma í viðbót. Nú er búið að skipta um allt í honum og hann er eins og nýr. Ætla bara að vera ánægð með það!
Hekla greyið var sko ekkert á því að fara í leikskólann í dag, enda búin að vera í fríi síðan á föstudaginn. En ég ákvað að ég yrði að setja hana í dag því að með hverjum deginum verður erfiðara að dobbla hana inn í stofuna að leika sér. En krakkarnir tóku ekkert smá vel á móti henni, hlupu að henni og kysstu og knúsuðu og vildu ólm leika sér við hana. En hún tók ekkert vel í það og vildi bara vera frammi með fýlusvip. Hún lætur víst bara svona þegar ég er með henni, því að þegar ég er farin þá er hún brosandi og hlæjandi allan daginn, svo segir kennarinn hennar allavegana.
Brosum og verum glöð í dag, því að þetta verður yndislegur dagur, krakkar!

Engin ummæli: