Jæja krakkar mínir er jólafiðringurinn farinn að fara í ykkur, maður fær ekki eitt lítil, pínku,obbuponsu lítið comment.
Ég satt best að segja finn ekki fyrir jólafiðring,stressi eða neinu slíku, er barasta sallafokkingróleg!
Hekla var alveg rosalega dugleg í morgun, hún bað mig ekki um að sitja hjá sér og maðurinn með flauturnar kom og hún sagðist vilja vera með í dansinum með krökkunum. Til frekari skýringar þá er maðurinn með flauturnar einhvers konar danskennari, í Steiner reglunni er kenndur sérstakur dans, sem á að ráða sérstaklega við stress og kvíða og alls konar fleiri kvilla sem fylgja nútíma lífi, frá 4 ára aldri og upp í 19 ára. Hingað til hefur Hekla litla verið afar hrædd við þennan mann og ekki alveg skilið hvað var í gangi en í dag var hún til í tuskið og vildi vera með krökkunum. Ég var mjög stolt! Um helgina verður svo jólabasar og þangað munum við fara ásamt Jole og Gunna og Höllu Báru og krökkunum, það verður fjör. Svo á sunnudaginn förum við á antíkmarkað sem er haldinn síðasta sunnudag í hverjum mánuði rétt hjá þar sem þau eiga heima.
Ég gerði dýrindis hollustu mat í gærkvöldi og ef hann var ekki bara grennandi líka, ha.
Grillaður lax borinn fram með steiktum ananas og cilli, og linsubaunum
Lax fyrir 4
3/4 ananas(4 bollar)
2 hvítlauksrif
1 skallottlaukur
1-2 chillialdin(fer eftir hvað þið viljið hafa þetta sterkt)
1/3 bolli kóríander
1 tsk sykur(má sleppa, sérstaklega ef ananasinn er sætur)
salt og pipar
Ananasinn er skorinn í munnbita, skallottlaukurinn er skorinn í sneiðar og chillialdinið er saxað. Hvítlaukurinn, chilli og skallottlaukurinn er léttsteikt í smá olíu(ef notaður er teflonpottur þarf mjög litla) bætið svo ananasinum, sykrinum, saltinu og pipar og steikið við meðal hita þar til ananasinn hefur mýkst. Bætið söxuðum kóríander útí rétt áður en þetta er borið fram.
Linsubaunir með gulrótum og sellerírót(eða steinseljurót)
150 gr linsubaunir
1 meðalstór gulrót
1/2 lítill haus af annarri rót
1 meðalstór blaðlaukur(má sleppa)
2 msk gróft söxuð steinselja(má líka sleppa)
2 msk klassískt vinaigrette, sem er 1 msk balsamic edik og 3 msk olía)
Setjið baunirnar í sjóðandi saltað vatn og sjóðið í ca. 15 mínútur. Sigtið og saltið og piprið.
Skerið gulrótina og hina rótina og laukinn ef hann er notaður í mjög litla bita og léttsteikið þar til það er farið að litast örlítið 5-7 mín. Bætið linsubaununum útí ásamt steinseljunni og síðast 2 msk af vinaigrettinu.
Það er líka hægt að gera þetta einfaldara eins og ég gerði í gær og það tók mig ca. 5 mínútur allt saman.
1 dós soðnar linsubaunir
1/4 tsk rifinn engifer
gulrót og einhver önnur rót, skorið mjög smátt
salt og pipar.
Léttsteikið grænmetið þar til það hefur fengið á sig smá lit, bætið þá engiferinu útí og síðast linubaununum og hitið í nokkrar mínútur.
Síðast er laxinn skorinn í steikur og grillpannan smurð með olíu, þá er best að hella olíu í tissjú og láta það drekka í sig olíuna og smyrja svo pönnuna, setjið skinnið fyrst niður og steikið við meðalhita í ca.5 mín. eða þar til laxinn er orðinn fölbleikur næstum alveg upp að sárinu, smyrjið sárið með smá olíu og piprið og snúið honum þá við og steikið áfram í ca.3-4 mínútur. Takið hann af og berið strax fram ásamt hinu. Ég hafði líka ferskt salat en það þarf ekkert endilega, ég er bara háð því að fá ferskt salat með öllum mat.
mmmmm..........
delicious
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
mmmmm hljómar vel. Ég verð að segja það að ég var rosalega glöð þegar ég opnaði bloggsíðuna mína í morgun og það voru 6 komment. Mér finnst að þetta ætti að vera skylda.
já því er ég sammála!
hvað er að? Afhverju getur fólk ekki skrifað smá komment? Þú ert meira að segja búin að kvarta.
Hæ hæ skvís,
Ákvað að gúgla þig e. að hafa týnt uppskriftinni þinni úr mbl um daginn. Var nú ekkert að þora að kommenta fyrr en hún systir þín benti á að það væri nú í góðu lagi :)
Brill að geta stolið uppskriftunum þínum hérna á netinu og prófað, ættir eiginlega að setja þær allar hérna inn f. okkur að njóta híhí
Gangi þér vel!
Beta Tobbuvinkona
tja það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér, ha! Já auðvitað geturðu fengið uppskriftir, láttu mig vita hvað þig vantar.
Skrifa ummæli