Heklu litlu líður mjög vel hér, Sverrir var að taka upp úr kassa gamla dúkkuhúsið hennar og hún var alveg í skýjunum yfir því.
Hún er enn í því að búa til leikrit allan daginn og fer með öll hlutverk í leikritinu. Sme fer yfirleitt þannig fram að hún kallar ,,Ronja,Ronja komdu, já hoppaðu bara!" svo kemur ,, Já Borki ég er að koma!" og þannig heldur þetta samtal áfram í ca.30 mín. eða stundum jafnvel lengur. Hún ruglar líka soldið textum í lögum t.d. er hún núna búin að líma inn í heilann sinn að Guttalagið sé svona: .....Hvað varst þú að gera Gutti minn reifstu svona jakkann þinn og nýja jakkann þinn, ræningjarassinn þinn......
og svo segir hún þessa setningu aftur og aftur og aftur þar til ég og pabbi hennar getum ekki meir og biðjum hana vinsamlegast að syngja eitthvað annað lag.
Hún er ennþá, sem betur fer, algjört kelidýr og knúsar mig og kyssir allan daginn. Hún er líka hin mesta svefnpurka eins og faðir sinn og að koma þeim tveimur á fætur á hverjum morgni er ekkert smá mál, það tekur vekjaraklukkuna og mig a.m.k. 40 mínútur að vekja, svo er restin eftir að klæða, borða og koma sér út. Þannig að þetta tekur allt saman dágóðan tíma.
Hún getur líka dundað sér í baði í 1 1/2 klukkutíma, ég þarf að fara á 15-20 mín. fresti til að hita baðið upp fyrir hana svo að hún forkalist ekki.
Hún sagði við mig um daginn ,, mamma þetta er alveg ómögulegt!"
,, nú?" segi ég, þá sagði hún ,, já að hafa rúmið ennþá og það er kominn dagur, það er alveg ómögulegt!"
Já ætli hún hafi ekki haft rétt fyrir sér enda hef ég haft það fyrir reglu að hafa aldrei rúmið yfir daginn, aðeins á nóttunni.
Já það er sko gaman að vera mamma!
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli