laugardagur, nóvember 04, 2006

Lostæti!

Máltíðin í gær var með eindæmum glæsileg.
Hátíðin byrjaði með appiritivo þar bauð ég upp á : ricotta-og gorgonzola kampavínsblöndu, andapaté,trufflusalsiccia, prociutto cotto og crudo(á íslensku kallast það eðalskinka og prosciutto), 2 tegundir af marineruðum ólífum og lítil kringlótt chillialdin fyllt með túnfisk, lögð í olíu. Allt saman æðislegt. Með þessu drukkum við stelpurnar prosecco og strákarnir bjór.
2.réttur: Jerúsalem ætiþistlasúpa með stökku beikoni
3.réttur: Graskersfyllt ravioli með púrtvínsrjómafroðu og trufflum.
4.réttur: Kahlúa-og púrtvínsmarineraður kjúklingur borinn fram með rauðrófu-epla-og b eikonchutney og ofnbökuðum kartöflum.
5.réttur: Hvítsúkkulaði-og vanilluparfait borið fram með karamelliseraðri mjólk

Þetta var algjört sælgæti!

Gagnrýni frá mínumvangefna matreiðslumannshuga: súpan var of þykk :(, sósan með raviolíinu er betri með sherrýi og alvöru soði trufflan ekki jafn bragðmikil og franska trufflan, kjúklingurinn var þurr og eftirrétturinn var ekki nægilega frosinn!
Ég var ekki sátt við sjálfa mig. En allir nutu matarins og ég að sjálfsögðu líka og þetta var alveg rosalega gott það er bara alltaf hægt að gera betur! Ég verð að fullkomna mig þetta gengur ekki svona!
Það var líka frábært að ég hringdi og fékk fleiri sjónvarpsstöðvar frá internetfyrirtækinu okkar eða þannig, við erum sem sagt núna að borga 14 evrur á mánuði fyrir ekki neitt nema cartoon network, sem var að sjálfsögðu ekki tilgangurinn með þessum kaupum!
Við vorum í allan dag að labba í bænum eða réttara sagt í nákvæmlega 7 tíma, enda erum við örþreytt þessa stundina að reyna að kreista einhvern andsk. út úr þessu blessaða sjónvarpi!
Best að fara á ebay það gæti verið að maður sé bara komin með kjól!

2 ummæli:

Ólöf sagði...

mmmmm hvað þetta hljómar vel!

Nafnlaus sagði...

Hvar dregur þú þessar uppskriftir upp, eiginlega, og af hverju var mér ekki boðið? mmmmm....sounds delicious