sunnudagur, nóvember 19, 2006

Svoooo veeeik

Ég er með alveg hrikalega mikla flensu og allt sem henni fylgir.
Líkamlega líður mér hörmulega en andlega er ég í skýjunum! Brúðarkjóllinn var að koma í hús og hann er fullkominn.... Hann er alveg ofboðslega fallegur og vel með farinn og mikið í hann lagt og ég fékk hann á algjört BARGAIN! Bara svona til að nota góða íslensku.... Annars þarf aðeins að víkka hann um rifbeinin(ekki hægt að grenna mig þar :(, samt nett fegin því þá þarf ég ekki að fara í megrun!) og það ætti að vera hægt, vona ég, húsvörðurinn ætlar að fara með mér í kvöld til saumakonu sem hún þekkir til að athuga hvort það sé hægt. Ég bjóst nú alveg við því að það myndi þurfa að laga hann aðeins, ég meina ég keypti jú án þess að máta! Það sést ekki á honum að hann sé gamall og það er bókstaflega ekkert að honum, engir blettir, engin lykt ekkert að....bara fullkominn!
Helgin var mjög skemmtileg, við vorum að passa 2 börn, eða einn 11 ára og eina 3 1/2 árs og það var bara mjög skemmtilegt! Hlynur var líka hér og það var mjög gaman að fá svona gest, lífgar aðeins upp á tilveruna..... það var sem sagt mikið spjallað og mikið hlegið þessa helgina. Við erum jú mestu sullarnir með myndavélina og tókum held ég bara engar myndir! En ég tékka á eftir hvort ekki sé eitthvað nýtt inni á henni.
Það er svo fyndið kvefið sem ég fæ alltaf... það sem sagt rennur stanslaust þunnt hor(eins og vatn eða tár)úr nefinu mínu þegar ég stend upp! Þannig að ég þarf beisiklí að troða klósettpappír upp í nefið á mér því að kitlið sem myndast við þetta rennsli er gjörsamlega óþolandi! Sverri finnst ég gjörsamlega ómótstæðileg svona, hann er alltaf að nudda sér upp við mig þegar ég er svona með klósettpappírinn í nefinu og tárin flæða úr augunum, exemið helmingi verra en áður og til að toppa allt saman, beit mig fluga í nótt á mitt ennið þannig að ég er með nett einhyrningshorn þar.
Lífið er gott!!!

2 ummæli:

Ólöf sagði...

vona að þér batni sem fyrst skvís!

cockurinn sagði...

takktakk