Vikan er búin að ganga bara sinn vanagang. Ég er byrjuð að prófa ýmsa rétti fyrir brúðkaupið, þar sem ég ætla að gera matinn sjálf(nema á laugardeginum að sjálfsögðu!). Prófaði einn í gær sem er algjört sælgæti en er soldið erfitt að borða, en ég ætla að reyna að redda því einhvern veginn. Segi að sjálfsögðu ekki hvað er í honum, því ég vil ekki að allir komi í brúðkaupið og segi ,, já þessi ég var með þetta um daginn, rosalega gott!" fólk á frekar að segja ,, nei vá hvernig datt henni þetta í hug, aldrei smakkað þetta áður, algjört sælgæti, ha!" Nei nei smá spaug, það verður ýmislegt gamalt og gott og svo eitthvað nýtt inn á milli. Er ennþá að vandræðast með köku samt. Það reddast, nægur tími!
Sverrir var hinn gáfaðasti í gær, hann stilti vekjaraklukkuna eins og venjulega og við vöknuðum við hana nema hvað að við söfnuðum öll aftur og svo segir Sverrir við mig að klukkan sé að verða 8 og við förum á fætur og gerum okkur til eins og venjulega, nema hvað að klukkan var að verða 9 ekki 8 þannig að við vorum öll orðin of sein! En við ákváðum að gera bara gott úr þessu og fórum yfir til Sviss í stórt outlet þar sem er með öllum helstu merkjavörunum eins og , Valentino,Armani, DogG o.s.frv.(okok ég veit að það er nett halló að fara yfir til Sviss fyrir þetta en við þurftum að kaupa giftingarföt á Svessa minn!) Nema hvað að þetta var allt saman frekar lummó en við vorum að leita að jakkafötum sem breytast ekki mikið og er mér nett sama hvort að þau séu ,,last season" eða ekki, sérstaklega þegar Sverrir er búinn að eiga sín í 8 ár! En viti menn við dettum niður á ein helvíti flott í Dolce og Gabbana og bara skelltum okkur á þau og hann hefur aldrei verið flottari og heldur höfum við aldrei keypt eins dýr föt! En samt sem áður fengum við fötin á 60% afslætti. Málið var að það var búið að dragast aðeins til í þeim( sem sést ekki neitt) og þetta voru síðustu fötin þannig að hún gaf okkur auka 10% afslátt ofan á 50% þannig að í rauninni fengum við skyrtuna(sem er líka DogG) fría. Fötin áttu upprunalega að kosta 140.000 kall!
En ég er mjög ánægð að hafa klárað drenginn og við næstum því fengum skó líka, nema hvað að þeir voru ekki til í hans númeri, það voru Prada skór sem áttu að kosta 12.000. Geðveikt flottir en það þýðir ekki að gráta það.
Við verðum flottasta parið í bænum, þ.e. ef kjóllinn minn kemst í hús. Hann er ekki ennþá kominn en ég held enn í vonina það var sagt 7-10 dagar og það eru 2 dagar eftir. Vonum það besta.
Hlynur vinur er kominn í heimsókn og gistir núna hjá okkur, greyið er bara inni í eldhúsi, en það er kannski bara best þá þarf hann ekki að vakna þegar við vöknum og svona, er bara með sitt eigið herbergi, þó að það sé eldhúsið!
En Dýrið mitt þú þarft nú ekki að bíða lengi eftir að komast á koju með hjónaleysunum því að við vorum að sjá að á netinu er hægt að fá miða fyrir bókstaflega skid og ingenting! Það var sem sagt hægt að fá far fyrir 0.1 evru +skattar þannig að í rauninni var maður bara að borga fyrir skatta! Ekki slæmt að fara til London fyrir 4000 kall á manninn, ha!
En nú ætla ég að fara að vinna í myndasíðunni okkar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
djöfull er það ógeeeeeeðslega ódýrt! Komiði!
já ég held það barasta! annars voru þetta mistök hjá mér það er víst 4000 kall ísl á PAR!!!
Skrifa ummæli