ohh það var sko himnaríki matgæðingsins í gær, það var í bæ sem heitir Moncalvo í Piedmont, Ítalíu.
Truffluhátíðin mikla!
En það voru ekki bara ómótstæðilegar trufflur, heldur einnig pulsur,ostar, brauð, kökur, sælgæti.. það bókstaflega flæddi um allt gómsætar kræsingar. Ég stóðst ekki mátið og keypti mér eina trufflu nokkur grömm á heilar 5000 kr. En þetta var það sem mig hafði dreymt um svo lengi, þ.e. að kaupa mér trufflu. En við létum okkur það sko ekki nægja heldur voru keyptir ostar, pulsur,ólífuolía,truffluolía, sveppir, jerúsalem ætiþistlar, trufflumauk og fleira góðgæti. Við fengum okkur öll saman hádegisverð á einum af veitingastað þarna í bænum og þar var matseðill sem vorinn var fram með trufflum á hverjum einasta rétti. Þetta var hreinn unaður, vægast sagt.
Við eyddum þarna deginum með Jole og Piero, Gunna og Höllu Báru, Guðmundi, Leu og Heklu alveg hreint frábær dagur í alla staði.
Annars fórum við líka í mat til Gunna og Höllu Báru á föstudeginum og þar fengum við Raclette, gómsætur réttur ættaður frá Sviss. Þar héngum við Sverrir yfir greyið Gunna og Höllu Báru til klukkan 5 um nóttina, röflandi fyllerísröfli út í eitt þar til þau bóktaflega sögðu okkur að drulla okkur heim! NNNNNeeeeeeei bara djók.... Við skemmtum okkur konunglega við frábært spjall til klukkan 5 um nóttina, alveg hreint frábært kvöld! Takktakktakk fyrir mig!
Hekla fór í leikskólann í morgun og hún var svo rosalega dugleg að hún kom bara einu sinni fram til að kyssa mig og svo fór hún aftur inn að leika sér og La maestra sagði að hún hefði verið allt önnur í dag. Vonandi heldur þetta svona áfram.
Ég þurfti að fara frá henni klukkan 11 og Sverrir átti að koma klukkan 12.30. Ég þurfti að fara í brúðarkjólamátun nefnilega..... óóójá ég fór í brúðarkjólamátun!
Ég sá nefnilega guðdómlegan kjól í Vogue sposa og fór þangað. Þar fékk ég mjög persónulega þjónustu en ég var ein á svæðinu og þær voru tvær að hjálpa mér. Málið var að hún sagði mér það að hún gæti einungis selt mér kjól sem myndi passa á mig þar sem hún hefði ekki tíma til að breyta og bæta fyrir 22.des. Ég sýndi henni kjólinn sem mig langaði í og var bókstaflega með hjartað í brókunum því að ég var svo ofboðslega hrædd um að hún segði að hann myndi örugglega ekki passa á mig eða að hann væri seldur eða eitthvað í þeim dúr. Nema hvað að hún dró andann djúpt og sagði hratt ,, já ég á hann og hann passar örugglega fullkomlega á þig!" Ég hélt ég myndi pissa á mig ég var svo spennt! Hún leyddi mig í fallegasta mátunarklefa sem ég hef séð og ég klæddi mig úr og hún kom með kjólinn, hann var nákvæmlega jafn fallegur og í blaðinu og mig hafði dreymt. Ég fór í hann og hún lét mig hafa skó við og leiddi mig að speglinum og ég missti andann í eitt andartak. Svo ótrúlega fallegan kjól hef ég ekki augum litið! Þær voru líka mjög uppnumdar og spurðu mig hversu há ég væri eiginlega og að ég væri fullkomin stærð 42(veit ekki alveg hvað það er en þóttist ánægð með það)og voru greinilega mjög ánægðar með kjólinn á mér. Eftir dálitla stund sagði hún með æstri röddu,, heyrðu bíddu aðeins. ég ætla að ná í svolítið" og þá kom hún með rúsínuna í pylsuendanum(finnst þetta orðatiltæki reyndar ekki passa hér en ég mundi ekki hitt sem passar betur),Kápa, svo undurfögur hvít,skósíð, þunn ullarkápa fóðruð með hvítu silki. Hún var með stórum kraga sem hægt var að setja upp, hún var þröng að ofan og kom aflíðandi út að neðan, ég dó næstum!
Ég táraðist og gat ekki haldið tárunum aftur, ekki bara gleðitár því að ég er að fara að taka þetta stóra skref heldur líka örlaði á sorgartárum því að ég vissi að ég myndi aldrei hafa efni á svo fallegum kjól og kápu. Mér fannst ég vera að leiða þær á villigötur og fékk samviskubit og ákvað að halda mína leið en spyrja þó fyrst um verð á dýrðlegheitunum. Hún hló við og sagði 1900 evrur(163.500 ísl.kr) og ég skal láta þig hafa kápuna með á 2500 evrur(215.000 ísl.kr). Ég fékk mitt síðasta svita og hjartakast inni í þessari verslun og hraðaði mér út með tárin í augunum.
Nú er bara að komast í saumamann/konu og reyna að immitera drauminn.......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ojbara! Þú átt að spyrja áður en þú mátar! Annars getur maður bara gengið um og mátað og grenjað útí eitt. Það verður líka svo erfitt að finna eitthvað í líkingu við 215.000 kr kjól! En ég er viss um að þú átt eftir að verða gorjess í hverju sem þú velur þér!
hehe já ég veit. Hluti af mér langaði bara svooo að hafa einhvern tímann á ævinni farið í svo dýran kjól! Takk, ég á eftir að finna eitthvað á mig.
Annars hljómar þetta allt saman mjög girnilega! Verð nú samt að viðurkenna að ég myndi frekar kaupa mér einhverja flík fyrir 5000kall heldur en svepp, hahaha!
hahahah já þetta er kannski einkennilegt fyrir kvenmann að vilja frekar sveppinn en flík,ha!
ekki bara fyrir kvenmann heldur fyrir alla, þú ert skrítinn sveppur!!!
hahaha góður þessi, híhíhí
Skrifa ummæli