Já ég er að spá í að ganga með þetta alla leið og klippa ennþá styttra, hvað finnst ykkur???
Ljúft, ljúft bíllinn minn er tryggður!!!!
Gunni og Halla Bára redduðu tryggingunum á bílnum mínum í dag svo að þau geta náð í hann á morgun, jessssss........
Ég er búin að vera að rembast á minni glæsilegu ítölsku í dag og í gær að reyna að redda tryggingunum og nettengingu á heimilið aftur þar sem það virðist liggja niðri :( Gengur ekkert alltof vel með Fastweb vini mína, sérstaklega þar sem þeir eru með einhvers konar frítt símanúmer og get ég því ekki hringt frá öðru landi en Ítalíu, frekar súrt, vonandi get ég reddað þessu á morgun.
Veislan á laugardaginn tókst alveg hrikalega vel, reyndar svo vel að einni sósunni var rænt, hvorki meira né minna. Ég viðurkenni það að þessi sósa er alveg hreint hrikalega góð og að ræna henni af mér ásamt tupperware dollunni fannst mér aðeins of langt gengið. Ég held samt að ég taki þessu bara sem hrósi. Ætli einhver ætli ekki að herma eftir henni.... Múhahaha þið náið henni aldrei..... múhahaha.......
Fór í dag að tékka á kuldagöllum á stúlkuna og kuldaskóm og fékk nett fyrir hjartað. Það er dýrt get ég sagt ykkur, en ef að stúlkan á að vera þurr í ölpunum í vetur þá er eins gott að hún fái ..aðeins það besta...
Það er nokkuð brjálað að gera svona síðustu vikuna eins og við var að búast. matarboð, heimboð, vinna og alls konar læti og skemmtilegheit. Maður er alltaf jafn sniðugur að geyma ýmsar heimsóknir fram á síðasta dag, ekki satt??!!
Best að fara og sækja hana Heklu mína.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hvað vantar hana í ammilisgjöf?
já prófaðu bara að klippa þig eins stutt og þú þorir... eflaust þægilegt í eldhúsinu og ef einhver finnur 3 mm langt hvítt englahár í matnum sínum er auðvelt að fatta hvern á að kæra!
Djöfull er TV on the Radio góð hljómsveit, við ása ætlum á tónleika með þeim bráðum.
Ástarkveðjur frá lundúnum
Skrifa ummæli