Ég gerði jólaþáttinn fyrir Nýtt Líf í gær og það heppnaðist svona líka glimrandi vel. Ég var svoleiðis slefandi yfir þessum rétt sem ég gerði og allir hinir líka,mmmmmm........ namminamm.
Ég er að sjá um veislu á laugardaginn, 55 manns, hefði viljað hafa þau fleiri en jæja það verður bara að hafa það.
Vorum að kveðja Gunna og Höllu Báru í gærkvöldi með lasagna og rosalega góðum eftirréttum sem Erna frænka Svssa töfraði fram, ásamt köku sem ég gerði fyrir myndatökuna. Ef þið viljið fá bestu uppskrift ever þá verðið þið bara að kaupa Nýtt Líf um miðjan nóvember.
Hekla sofnaði í gær klukkan 22.30 og vaknaði í morgun 7.30, ég var eins og gefur að skilja einstaklega ánægð og hoppaði dansandi fram úr rúminu, eða þannig! Eftir að Hekla var búin að reyna eins og hún gat að fá mig til að syngja með henni þá sagði hún ,, æ, mamma ég vil fara í leikskólann núna!" Greinilega orðin pirruð á mygluðu mömmu sinni.
En best að hætta þessu bulli og fara að vinna!
þriðjudagur, október 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli