sunnudagur, október 22, 2006

Prump

Díses, ég var með partýskinku og kartöflusalat í gærkvöldi og öll fjölskyldan er búin að vera að prumpa síðan og Hekla litla mús þoldi þetta verst af öllum og er bún að vera að drepast í maganum og æla og allan pakkann, skemmtilegt. Ég held að það sé langt í næsta svínakjötsát!
Við erum búin að koma okkur fyrir og til í slaginn. Við vorum aðeins að hjálpa Gunna og Höllu Báru að koma sér fyrir líka og þetta lítur alveg hreint rosalega vel út hjá þeim, þau eiga eftir að ílengjast hér það er á hreinu!
Hekla stóð sig einstaklega vel á föstudaginn í leikskólanum hún lék sér með krökkunum allan fyrri hluta dags alveg sátt, ég reyndar sat fyrir utan stofuna hennar og hún kom og tékkaði á mér svona annað slagið en annars var hún alveg að leika sér með krökkunum. Þau koma og kyssa hana og knúsa og eru mestu dúllur í heimi. Hekla veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið þegar þau eru kannski 3 að kyssa og knúsa. Íslensku krakkarnir eru jú aðeins öðruvísi!
Ég held að ég sé búin að komast að húðvandamáli mínu,... gerofnæmi.... þannig að ég ætla núna að athuga hvort þessi útbrot fara ef ég hætti að borða ger.... einmitt gangi mér vel.... uppistaðan í fæði mínu er einmitt ger.... oh men eruði alveg viss um að það sé ger í bjór?????
Er ekki best að klára greinarnar fyrir blöðin núna svo að þetta sé bara búið?!
Við förum á truffluhátíð næsta sunnudag, endilega fylgist með, það verður spennandi.
Over and out.......

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ciao bellissima. Hvernig er tempoid i Milano? Gott hja Heklu ad taka a moti kossum allan daginn :-) hihih
Eg er ad londanast meir og meir, en eyddi reyndar ALLRI helginni i ad skrifa eitthvad book review. En glod annars. KNus til ykkar
kv ace

cockurinn sagði...

takk fyrir gott komment sæta mín! Gaman að heyra frá þér.