miðvikudagur, október 25, 2006

Opinberlega EKKI starfsmaður á Joia

já ég fór og talaði við yfirmann minn á Joia í gær og hann virtist í fyrstu vera mjög jákvæður og allt í góðu en svo sagði ég honum að ég þyrfti að taka það að mér þetta árið að vera heima með Heklu ef hún yrði veik og þá fór allt í baklás. Hann tjáði mér það að það væri ekki séns fyrir hann að taka manneskju sem þyrfti að vera heima hjá veiku barni einhvern tímann og einhvern tímann þannig að því miður yrði ekki meira samstarf hjá okkur. Hann var reyndar alveg elskulegur kallinn svo sem og lagði höfuðið í bleyti hvort að ekki væri hægt að finna eitthvað að gera fyrir mig en benti mér á það að aðrir veitingastaðir myndu heldur ekki ráða mig af sömu ástæðu. Blessaðir Ítalirnir, ha! En svo fór ég að segja honum frá því að ég hefði verið að skrifa greinar fyrir blöð heima og þá sagði hann mér að prófa að skrifa greinar og fá ítalskan ljósmyndara og svo selja greinina þannig sem pakka. Ég tók svo sem ágætlega í það og hann sagði mér frá því einnig að hann væri að fá ljósmyndara til sín frá blaði á morgun og hvort það væri ekki góð hugmynd ef að ég væri að aðstoða hann við myndatökuna og tala svo við ljósmyndarann um þessa hugmynd og hvað hann tæki fyrir hverja mynd. Ég er skeptísk á þessa hugmynd en það er þess virði að tékka á þessu svo sem og ég geri það að sjálfsögðu. Ég er skeptísk þar sem ég veit að þeir heima hjá þessum blöðum borga ekki skít fyrir þetta en við sjáum til, ætla ekki að útiloka neitt ennþá.
Ég fer sem sagt í vinnuna klukkan 9.30 í fyrramálið!
Ég var soldið gáfuð að samþykkja þetta þar sem Hekla er enn í aðlögun á leikskólanum og ég þarf að vera með henni meiri hluta dagsins, en guði sé lof fyrir Gunna og Höllu Báru!

Fékk í dag sendingu frá Nýju Lífi, nýjasta heftið. Endilega kaupið blaðið og tékkið á matnum hann er unaðslegur. En ef þið ætlið að gera eftirréttinn þá mæli ég með að setja meiri sykur í jógúrtina.

Ég var líka með hamborgara í Mogganum síðasta föstudag og guð hvað þeir eru guðdómlegir!

Það eru hundrað spurningar sem fljúga gegnum huga minn þessa dagana, sérstaklega eftir samtal mitt við Joia. Er ég á réttri braut í lífinu? Er það virkilega mín örlög að vera í vinnu þar sem ég get hvorki verið með fjölskyldu minni né séð fyrir henni. Mér líst satt best að segja ekkert á blikuna. Ég hef því beðið Jole um aðstoð við að finna ítölskunám fyrir útlendinga sem er í háskóla þannig að ég þurfi ekki að borga morðfjár í skólagjöld. Námið þarf að vera soldið intensívt til að fá lán fyrir því og einnig þarf ég að vera skráð í annað nám eftir að ítölskunáminu lýkur. Ég hef því tekið til greina tillögur frá Ólu systur og ætla að athuga hvort að ég geti farið í markaðsfræði. Ég tel að það geti verið gagnlegt að vera með matreiðslumenntun og markaðsfræði, það er hægt að nota það á ýmsa vegu, ekki satt??
Ég hlakka samt alveg rosalega til sunnudagsins því þá förum við upp í sveit á truffluhátíðina sem ég hef minnst á hér áður nema hvað að við förum líka á veitingastað sem er með hefðbundinn mat, og það elska ég að smakka!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú alveg fáranlegt viðmót, að hætta við að ráða þig út af þessu. Geðveikt misrétti, ég er brjáluð!!

Það kemur þá bara eitthvað betra til þín elskan mín, guð er með einhver góð plön ;-) ehh
knús, þín ace

Nafnlaus sagði...

hae saeta mín

thetta er svona hjá mér líka, ég er burt frá heimlinu frá 8 til 20. og hann sagdi ad ég fengi ekkert special treatment thótt ég aetti börn...og hann á sjálfur 3 börn. en audvitad, hann er karlkyns en ekki ég.

ég held thetta út afthví ad vinnan er gedveikt kúl og ég laeri gedveikt mikid, en ég veit ekki hversu lengi ég meika thennan ritma.

naest langar mig ad stofna mitt eigid stúdió og rádstafa tímanum eins og hentar...

ást, harpa

Ólöf sagði...

þetta er náttúrulega ógeð! En ég held samt að þetta sé bara ágætt, þá geturðu gert eitthvað annað sem tekur ekki svona svakalega á fjölskylduna. Um að gera að drífa sig í nám og koma svo heim og fara í bissness!! Sé alveg fyrir mér krukkur í hillum verslana hér með mynd af þér!! Svo færðu kokkaþátt og verður mega fræg!

cockurinn sagði...

jiiii hvað er þetta með þessa suðrænu gaura, karlrembur!!! Já ég stend með þér og hugsa til þín Harpa mín...
Ace það er ég líka viss um....
Mér líst reyndar helv. vel á það ..sko.... Sjáum hvernig fer....