miðvikudagur, október 18, 2006

aahahhh skokk!

Ljúft ég gat farið út að skokka í morgun í garðinum mínum, yndislegt!
Við erum sem sagt komin á leiðarenda í bili og munum vera hér á Ítalíu næstu 2 mánuðina og svo koma heim og gera eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.
Hekla er í miklu stuði og vildi ólm sofa í rúminu sínu en kllifrar þó niður á nóttunni og kúrir hjá mömmu og pabba.
Sverrir er alveg að drepast í fætinum, búinn að ofgera sér algerlega, einstaklega skemmtilegt að koma til Ítalíu og þurfa að hanga inni í íbúð:)
En ferðalagið gekk alveg hreint ótrúlega vel. Ég millilenti í Kaupmannahöfn og var yfir nótt. Ég fékk gistingu hjá Önnu Helgu og Írisi og naut samveru þeirra allan daginn. Þær eru yndislegustu stelpur, svo gestrisnar og nenntu að vera með mér allan sunnudaginn. Við fórum að sjálfsögðu á Bankeraat og fengum okkur brunch, svo lá leiðin á næsta bar og drukkum við nokkra bjóra og spjölluðum og spjölluðum, færðum okkur svo yfir á sushi stað á Nörregade og borðuðum yndislegt sushi og fórum svo heim og drukkum smá meiri bjór og fórum svo bara snemma í ból. Þetta var alveg yndislegur dagur og þakka ég kærlega fyrir það.
Daginn eftir fór ég í leiðangur um Kaupmannahöfn að skoða og kaupa föt og hnífa(besta blanda í heimi!) Ég sem sagt skemmti mér konunglega þá. Svo um 2 leytið komu Sverrir og Hekla og fórum aftur á Bankeraat og borðuðum og drukkum og gengum um og slöppuðum af. Yndislegur dagur. Þá var liðið að heimferð og við komum okkur í flugvélina. Hekla er yndislegasta stelpa í heimi, hún var eins og engill alla leiðina og Sverrir sagði mér að hún hafi líka verið það á leiðinni frá Íslandi.
Þegar við lentum á Ítalíu kom Jole að sækja okkur á flugvöllinn og keyrði okkur heim, alltaf jafn góð hún Jole.
Þegar við komum heim var búið að gera allt svo fínt og æðislegt, nýumbúið rúm með nýjum rúmfötum og bjór og matur í ísskápnum, það bara gat ekki verið betra að koma heim í bólið sitt.
Það verður nú barasta mjög ljúft að hafa Gunna og Höllu Báru hér, þau komu í gær og við spjölluðum saman heillengi og nutum samverunnar, stelpurnar léku sér saman mjög góðar og Guðmundur virtist vera sáttur með video.
Síðan við komum erum við búin að vera að borga reikninga og redda netinu og svo næst á dagskrá verður að koma Heklu inn á leikskólann og mér í vinnu.
Veðrið gæti ekki verið betra, sól og um 20 stiga hiti, fór meira að segja út að skokka á stuttbuxum.
Við förum í kvöld í mat til Gunna og Höllu Báru, ætlum bara að fá okkur pizzu og drengirnir eru að fara að horfa á fótbolta, ég veit reyndar ekki hvort að Halla Bára horfir á boltann, tja ef svo er þá bara læt ég mig hafa það og horfi líka á boltann.

Kláraði Alkemistann eftir Paolo Coehlo, snilldarlesning, mæli með henni. Var að byrja á Paula eftir Isabel Allende, hún er algjör snillingur þessi kona, hvernig hún fangar mann með hverju orði, ótrúlegt. Maður hættir heldur ekkert að hugsa um söguna þegar maður lokar bókinn, maður heldur áfram að hugleiða hitt og þetta sem fram hefur komið. Hlakka til að lesa meira.

1 ummæli:

Ólöf sagði...

gott að heyra að allt sé gott!!
Mér fannst Paula hrikalega erfið buhuhu!