sunnudagur, október 01, 2006

Takk takk

Já ég þakka kærlega allar hamingjuóskirnar sem rigndi hér inn á kommentakerfið þar til það hreinlega hrundi! Gott að sjá að ykkur er svona líka NÁKVÆMLEGA SAMA um það að Sverrir sé loksins kominn með bílpróf aðeins 12 árum og 140.000 krónum seinna!
Skilaboð til allra unglinga :

Í guðanna bænum takið bílprófið áður en þið flytjið að heiman og áður en þið farið að vinna fyrir ykkar eigin peningum!!!

Það verður brjálað að gera þessa vikuna, er með eina grein og eina veislu og það lítur út fyrir að ég fái enga hjálp við veisluna, þar sem Sverrir er að fara á árshátíð með strákunum um næstu hlegi sem að sjálfsögðu tekur ALLAN daginn og peningar hafa náttúrulega aldrei skipt okkur neinu máli og eigum við víst nóg af þeim. Gullkistan kemur oft að góðum notum. Ég tala um peninga í þessu samhengi þar sem ég fæ víst borgað fyrir þessa veislu og væri að sjálfsögðu gott að hafa 2 aukahendur sem ég þarf ekki að borga fyrir. En nei ég þarf víst að gera þetta ein og yfirgefin og vil ég vorkenna mér aðeins meira hér á þessu bloggsvæði mínu,búhúhú!
Ég rumpa þessu af að sjálfsögðu og geri það með glæsibrag... who needs Sverrir anyways....

ok ég er sem sagt ekki í nýjasta hefti Nýs Lífs og ekki var ég heldur á föstudaginn í Mogganum eins og ég hélt, en við vonum þó að ég komi í næsta skipti.

Við fórum í Ítalíupartý á föstudaginn og var alveg rosalega skemmtilegt,drukkið og spjallað fram á nótt! Svo fórum við í matarboð til Þorgerðar á laugardaginn og bar hún á borð miklar kræsingar fyrir 12 manns, hún kann þetta stelpan! 4 rétta máltíð allt hvert öðru betra.
Til hamingju með nýju íbúðina sös!
Hekla fór í leikhús á laugardaginn með ömmu sinni og langömmu á Ronju ræningjadóttur og skemmti sér rosalega vel, var víst eins og engill allan tímann, þessi elska.
Best að fara að vinna.

Engin ummæli: