já Ég held það bara! Ég fór í morgun til Joia til að aðstoða hann við myndatökuna og var ekki einu sinn i í búning eða neitt bara eitthvað að dúlla mér þarna með þeim þarna og eftir smá tíma fer yfirmaður minn að spyrja ljósmyndarann hvort að ég ætti einhvern séns í að skrifa uppskriftir fyrir blöð hér og ljósmyndarinn segir að það sé nú örugglega hægt að redda því og sagðist vera með sambönd við Marie Claire, Flair og eitt enn sem ég man ekki nafnið á. Eftir nokkra stund kemur hann til mín og segist hafa talað við þá á Flair og að þeir væru mjög spenntir fyrir því að fá nokkrar íslenskar uppskriftir frá mér og að ég ætti bara að senda nokkrar til þeirra og ýta svo á eftir því í símann. Hann gaf mér líka nafnspjaldið sitt og nöfn og e-mail hjá þessu blaði. Síðan kom blaðamaðurinn sem ætlaði að taka viðtal við yfirmann minn og hann segir henni frá mér og hún segist ætla að hringja í kollega sinn á matreiðslublaði hér sem heitir Sale e Pepe og gerir það, þá kemur í ljós að þeir höfðu ekki mikinn áhuga á íslenskri matreiðslu(hmmm....skrítið) en að þau vanti kvenkokk og hafði einmitt áhuga á mér(blaðamaðurinn sagði reyndar í símann að ég væri bæði með meðmæli frá Pietro Leemann og væri mjög sæt!) og að ég ætti að hafa samband við hana á þriðjudag eða miðvikudag til að komast eitthvað áfram með þetta og ætti að hafa tilbúinn grænmetismenu fyrir þau sem væri svo undirbúinn og teknar myndir af á blaðinu sjálfu! Ja hérna þið getið rétt ímyndað ykkur spennuna hjá minni á þessum tímapunkti! Þetta er að sjálfsögðu allt saman óráðið en ég verð að vona og biðja og gera matseðla og uppskriftir eins og brjálæðingur næstu dagana!!!!
Eftir þetta allt saman segir Pietro mér að hann væri nú alveg til í að fá mig svona auka einn og einn dag ef ég væri til í það og að ég mætti nota eldhúsið hans fyrir myndatökur og myndi borga honum til baka með því að vinna fyrir hann. Ég játti því að sjáfsögðu!
Ég var svo spennt þegar ég kom til Höllu Báru og Gunna(þar sem Hekla var í pössun) að ég varð að fá mér bjór!
Ég er reyndar búin að vera gerlaus í 5 daga núna og ekkert breytist í feisinu á mér ég held að ég verði að fara til læknis útaf þessu, ég meika ekki að vera svona útlítandi á brúðkaupsdaginn minn.
Ég svaf ekkert í nótt þannig að ég er að spá í að loka aðeins augunum og fara svo í að finna íslenskar uppskriftir! Gangi mér vel, ef það er eitthvað sem er erfitt að finna í matreiðslu og gera það massa girnó þá er það íslenskur matur! Og grænmetisréttir..... Díses ég ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur..... eins og venjulega!!!..........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Jiiii sigurrós. Þú ert nú alveg ótrúleg!! Til hamingju skvís! Þó það sé óráðið þá er þetta alveg mikið klapp á bakið!
Flott hjá þér....hún reddar sér stelpan!!
pabbi
takktakk! já er það ekki bara... maður reddar sér barasta
hei skvís...
sé að það eru spennandi tímar framundan hjá þér..:) Bara flott hjá þér!! Haltu svona áfram og taktu þessa ítali með trompi.
Tobba frænka
Gangi þér vel með þetta sigurrós mín
Skrifa ummæli