mánudagur, september 18, 2006

paprika eða grilluð paprika/Leiðrétting!

Ég tók eftir því í Fréttablaðinu að þar stóð að ætti að vera paprika í kartöflustöppunni en að sjálfsögðu á þar að vera grilluð paprika(afhýdd). Þar sem mér finnast hráar paprikur mesti viðbjóður í heimi, þegar maður bítur í hráa papriku erhún römm, sæt, beisk og leiðigjörn. Þegar þessi aumingjalegi vökvi spýtist upp í munninn á manni eins og slef úr manni sem maður hélt að væri góður kyssari en er svo massa lélegur og maður vill bara hætta, fara, beila, bless! O nei hráar paprikur fáið þið aldrei að sjá í minni matargerð og það er á hreinu. Hins vegar eru grillaðar paprikur svo unaðslega sætar og ljúfar, þær leika við munninn eins og virkilega góður kyssari og maður vill bara alls ekki að hann hætti, aldrei og jú kannski bara trúlofast honum!
Nóg um paprikur!
Ég fékk sem sagt fleiri verkefni bæði frá Mogganum og Nýju Lífi og er í skýjunum yfir því en hins vegar þá tók yfirmaðurinn minn ekki nógu vel í tilboðið mitt, ég bara skil ekki af hverju, ég meina hvaða yfirmaður hafnar svona tilboði, minni vinna og meira kaup, ég meina það sko, hver getur neitað! Annars kom ég með móttilboð um að lækka launin mín og hann sagðist ætla að skoða málið og ef að ég fengi ekki vinnu hjá honum þá gæti hann auðveldlega reddað mér vinnu annars staðar og ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, við reddum þessu, sagði kallinn!
Hann er greinilega ánægður með mig kallinn og er ég því í skýjunum nú í dag.
Ég fór áðan að leita að smá heimildum og fá hugmyndir og bara svona kveikja á uppskrifta heilanum mínum. Ég geri þetta iðulega þegar mig vantar hugmyndir að nýjum réttum, þá fer ég annað hvort á bókasafnið, í mitt bókasafn eða á netið og fer í gegnum hundruði uppskrifta og út úr því fæðast alltaf nýjar hugmyndir hjá mér að nýjum réttum. Þegar ég tala um bókasafnið og bókasafnið mitt eða mömmu er ég að sjálfsögðu að tala um matreiðslubækurnar.
Þannig að ég er komin á fullt með nýjar hugmyndir og nýja rétti það verður eitthvað spennandi annað hvort næsta föstudag eða þarnæsta.
Kannski verð ég líka komin með einhverja týpuklippingu næst þegar þið sjáið mig, það er aldrei að vita.
Best að hella sér í uppskriftagerð!

1 ummæli:

Ólöf sagði...

Hei upphaflega uppskriftin mín af kartöflustöppunni var með hráum paprikum og mér finnst það massa gott, bara ekkert diss í gangi systir góð!!! Það er bara sumum sem finnst hrátt grænmeti gott;)