Já það er allt að verða vitlaust hérna maður! Ég var sem sagt í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær og kem í október hefti Nýs Lífs. Ég var með veislu fyrir Árna Þór vin minn í gær og heppnaðist alveg rosalega vel og það var rosalega gaman.
Reyndi að ná í yfirmanninn í gær og í dag en án árangurs þannig að ég veit ekki enn hvernig verður með mig þegar við komum aftur út, en ég ætla ekkert að stressa mig á því.
Við kvödddum KogK í fyrradag með tárum, en þær verða reyndar styttra frá okkur þennan veturinn en síðustu þannig að kannski verður eitthvað um heimsóknir á milli, aldrei að vita!
Næst verður Ása kvödd líka með tárum! Allir á leið til London, það er greinilegt að þessi vinahópur verður ekki leiður á að ferðast og búa í öðrum löndum.
Annars er massa þreyta í stelpunni í dag og er ég mjög heppin að Hekla hefur fengið að leika við Hörð Sindra í allan dag mest megnis úti í garði, og svo smávegis niðri heima hjá Ólu og Gumma.
Sverrir er nefnilega að steggja Einar Sigurðsson vin sinn og verður líklegast í allt kvöld líka.
Góða Skemmtun Sverrir!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli