miðvikudagur, september 06, 2006

Magnaður Magni? eða mögnuð þjóð?

Er það ekki spurningin í dag? Magni reyndar stendur sig helvíti vel þó að mér finnist að hann megi líta aðeins meira á áhorfendurna og hreyfa sig meira á sviðinu, án þess þó að gera eins og hinir þ.e. ofleika. Annars er ég stolt af Íslendingnum og Íslendingum sem standa greinilega saman!
Ég gerði matinn fyrir Nýtt Líf í gær og í dag var það Morgunblaðið, allt gekk mjög vel og maður bara rumpaði þessu af. Það voru líka teknar myndir af mér, ég tók mig voða fínt til í gær en mín var ekki alveg í stuði fyrir shower og hárblásun klukkan 7.00 í morgun þannig að ég skellti einhverju á feisið á mér og setti hárið í hátt tagl henti mér í bol af systur minni og brosti framan í myndavélina. Ég var reyndar ekki alveg með það á hreinu hvort að það yrði tekin mynd af mér fyrir Moggann þannig að ég var ekkert að stressa mig neitt rosalega á útlitinu, en svo kom í ljós að hann vildi hafa mig með þannig að ég verð bara að biðja og vona að ég hafi litið þokkalega út!
Þið getið sem sagt séð greinarnar eftir mig í Nýju Lífi í októberblaðinu en ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær það kemur í Mogganum. Vonandi bráðlega þar sem ég er með snemmhaustsumarmat(hvernig fannst ykkur þetta orð???).
Annars sakna ég dóttur minnar alveg hreint hræðilega, hún nefnilega gisti úti á nesi í nótt þar sem ég þurfti að byrja að vinna í morgun klukkan 7.00. Ég er held ég komin með einhvers konar fóbíu eftir þetta ævintýri í Mílanó, ég fer í tómt rugl þegar Hekla er í pössun, eitthvað sem ég hef verið alveg einstaklega afslöppuð yfir hingað til.
æ hvað maður á eftir að sakna allra. Þetta verður erfiðara núna en nokkru sinni fyrr,þ.e að fara aftur út. Þó að okkur líði mjög vel þarna úti og allt alveg hreint yndislegt, þá finnst mér svo mikilvægt að Hekla kynnist fjölskyldunni sinni. Þegar ég kemst í þennan ham þá reyni ég alltaf að hugsa til Hrafnhildar og Sóleyjar því að þær voru úti til 5 ára aldurs(þ.e.Sóley og Hrafnhildur þá 3ja) vonandi fer ég með rétt mál. Ekki var þeirra samband við ömmu og afa eða skyldmenni sín neitt minna en hjá okkur hinum! Er það ekki rétt hjá mér, stelpur?
Ég held að ég fari og sæki Heklu mína snemma í dag og fari með hana í sund.
Ég var að fá aðra veislu, líst mjög vel á hana, það er hjá Árna Þór vini mínum, það verður gaman.
Ég fékk smá sjokk yfir forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag, sem segir frá lítilli stelpu sem fékk mikil brunasár eftir vatn úr krana heima hjá sér. Ég vil núna að mamma og pabbi fái einhvers konar vörn fyrir þessu. Það munaði mjóu um daginn þegar Hekla var í baði og allt í einu var skrúfað frá heita krananum með sjóðandi vatni og beint á lærið á Heklu, sem betur fer var hún fljót á sér og fór ofan í baðið þannig að ekkert alvarlegt gerðist en hún fann til í smá tíma eftir á. Hræðilegt þegar svona gerist.
Mikið ofboðslega er gott og endurnærandi að fara í göngutúr uppá Valhúsahæð eða í fjörunni þar sem engin umhverfishljóð eru, alveg hreint unaðslegt.
En nú ætla ég að leggja mig því að ég vaknaði allt of snemma, finnst ykkur ekki!?

2 ummæli:

Ólöf sagði...

Væri alveg til í að leggja mig einhvern tíman!!

cockurinn sagði...

hehehe einmitt það getur verið gott en svo komst ég að því að það var bara ekkert gott eða endurnærandi heldur bara morkið! Þannig að þúert ekki að missa af neinu!