sunnudagur, september 24, 2006

Afsakaðu Langi Seli!

Engar útskýringar fáiði með þessari fyrirsögn!

Ég fór á föstudaginn til að kveðja Ásu vinkonu og nú er hún farin :( En ég býst nú við því að sjá hana jafnvel í Mílanó, ég meina maður getur fengið far til frá London á skid og ingenting!

Fór svo á laugardaginn í brúpkaup hjá Einari Sigurðssyni og Völu Pálsdóttur, þetta var allt saman hið glæsilegasta brúðkaup og vel dekrað við mann allan tímann, þjónustan frábær, félagsskapurinn og maturinn allt saman í hæsta gæðaflokki. Mjög skemmtilegt og ég verð að segja að það var þarna einn skemmtikraftur sem bókstaflega fór á kostum. Það var frændi Einars, skildist mér, og ætli hann hafi ekki verið milli 10 og 12 ára og söng ofur fallega og svo skemmtilegur textinn hjá honum að maður lá í hláturskasti. Mjög skemmtilegt.
Eftir brúðkaupið fórum við á tónleika á Þjóðleikhúskjallaranum og þar spiluðu: Langi Seli og Skuggarnir, Ske og Jeff Who. Þar var sko skemmtilegt! Ég var náttúrulega orðin ansi skrautleg en hélt þó andliti, held ég alveg örugglega og ætla ekki að fá helvítis daginn eftir-bömmerinn yfir smávægilegum hlutum! Við vorum þó komin heim á svona nokkurn veginn skikkanlegum tíma eða um 4 leytið, reyndi að borða pulsu sem ég eldaði mér sjálf en það var bara ekki eins þannig að hún endaði í ruslinu.
Við skriðum því seint og síðar meir úr bóli í gær vel timbruð og fín. Ég fór svo að telja upp áfengistegundirnar sem ég lét ofan í mig um kvöldið og nóttina og voru þær 6 talsins og er því ekki furða að maður gat vart staðið í lappirnar af þynnku.
OKOK það var smá skandall hjá stelpunni þar sem hún er líklegast mesta grúppía í heimi þegar bakkus kemur í heimsókn en þið fáið ekki að vita hvað ég gerði þó svo að það hafi verið mjög lítilvægt og varla til að tala um, en ég tala ekki meir um það!
Ljósmyndari Moggans kemur á morgun og ætla ég því að fara að vinna og hætta þessu blaðri endalaust.
P.s. vinir okkar úr Ske og Jeff Who stóðu sig frábærlega og skemmtu fólki út í eitt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá flott á þér hárið sæta!
hvenær kemur þú/þið til Londres?

Nafnlaus sagði...

Takk!
Við ætlum fyrst að reyna að koma okkur til Mílanó en svo eru allir vegir færir!
Hvenær komið þið til Mílanó? Eruð þið búnar að panta flug? og ef svo er ei...Af hverju ekki?