þriðjudagur, september 19, 2006

mmmmm......... matur!!!!

Ég er svo svöng og ég get ekki hætt að hugsa um indverska lambakjötsréttinn sem ég fékk hjá Sigrúnu og Árna á sunnudaginn! Eru ekki til einhverjir afgangar???
Það var mjög skemmtilegt hjá þeim í mat eins og alltaf og Salka og Hekla léku sér eins og englar saman. Yndislegt kvöld.
Ég fór svo á ballettsýningu í gærkvöldi eða kannski öllu heldur danssýningu. Þessi sýning var alveg hreint ótrúleg, maður var alveg dolfallinn frá fyrsta spori til hins síðasta! Hló og grét til skiptis eins og mér einni er lagið, frábær kvöldstund og vil ég þakka Þorgerði systur fyrir að draga mig með á þetta.
Mig langar í kjól fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í á laugardaginn. Ætla samt að hitta Ásu á föstudaginn, er nett sama hvort ég verð þunn á laugardeginum eða ekki, þetta er síðasta kvöld mitt með Ásu í smá tíma og ég ætla að njóta þess hvort sem það verður með edrúskap eða æluskap!
'Ich ég verð að fara og fá mér að borða, ég er líka búin að vera að skoða hamborgara uppskriftir á netinu og jesús minn það er ekkert skrítið að kanarnir séu svona feitir þessar uppskriftir eru bara æla! En samt langar mig í hamborgara núna, æ nei mig langar í salat, ohh byrja ég enn og aftur með þessa óákveðni í hvað mig langar að borða, get aldrei ákveðið mig.
Ég keypti Bónus brauð um daginn og var bara helvíti ánægð með það, fann beisiklí engan mun á því og Heimilisbrauðinu, nema hvað að 2 dögum seinna ætlaði ég að fá mér meira og þá var það svo myglað að það hefði getað labbað uppúr skúffunni. Heimilisbrauðið dugar út vikuna. Þá er mér spurn, eru Bónusbrauðin þá bara gömul Heimilisbrauð?
Aldrei að vita!
Mér fannst mjög skrítið að hafa ekki fengið nein komment á slef lýsingar mínar. Veit reyndar ekki hvort að trúlofaði gaurinn sé búinn að sjá þetta.
Ég er núna að vinna að uppáhaldstegund minni af eldamennsku og þið sjáið það annað hvort á morgun eða næsta föstudag í mogganum, mmmm.......
Stutt hár eða ekki???
Hvað segið þið?

2 ummæli:

Ólöf sagði...

þú með stutt hár? Ertu kreisí? Eða ertu að meina hálfstutt eða alveg stutt?

cockurinn sagði...

tja aldrei að vita hvort maður fari ekki bara í alveg stutt!