Þegar ég las Birtu í morgun og rak augun í stjörnuspána mína fyrir daginn stóð þetta orðrétt ,,Ekki næla þér í vatnsbera, þið eigið ekki vel saman. Tunglið togar á undarlegan hátt í fiska í vikunni sem þýðir að allt geti gerst og það þola vatnsberar ekki. Þeir vilja ekki láta toga í sig því þá halda þeir ekki vatni."
Já þá var nú gott að minn maður er vatnsberi,ha!
Annars stóð ég ráða-og hugmyndalaus fyrir framan ískápinn áðan í miklum hugleiðingum, einu sinni sem oftar. Af hverju verð ég að borða þegar ég verð svöng, ég er komin með nett leið á því að borða og langar ekki í neitt sérstakt, af hverju er ég þá að fá mér að borða? Mig langar bara helst að sleppa því. Þetta er eins og að verða að fá sér kærasta vegna þess að maður er bara kominn á nippið, ég meina af hverju borðar maður ekki bara eitthvað sem er þess virði að borða og það sem mann virkilega langar í að borða??? Ég nenni þessu ekki lengur.... rútína Sigurrósar: stend fyrir framan ísskápinn, svöng að sjálfsögðu, og glápi á allt sem til er og langar ekki í neitt en þar sem ég er að ,deyja úr hungri' verð ég að fá mér substitute og fæ mér þá samloku með osti.. borða hana með hálfum huga því að mig langaði barasta ekkert í hana og fæ svo sammara á eftir því að ,,oj ostur er svo ógeðslega fitandi''.
Ég er komin með aðra sýn á sjálfa mig allt í einu, ég held að ég sé eitthvað sick! Ímyndunarafl mitt er svo gríðarlegt. Ég sef nefnilega í ,,draumaherberginu'' núna þessa dagana en það er herbergi hjá mömmu og pabba sem mann dreymir eitthvað mikið á hverri nóttu og ég er bara komin með nóg af þessu ímyndunarafli mínu, algjört nóg! Þeir eru svo fokked up að ég bara get ekki farið með þá hér á þessari síðu!
Hekla mín er með Leikskólavörtur og við erum á þessum dögum að vinna í að taka þær af henni og gengur það mjög misjafnlega. Málið er að ég þarf að taka þetta af henni sjálf með einhverri græju,s em sagt kippa einni af á viku og eftir á fær hún ein verðlaun. Nema hvað að ég var að telja þær og þær eru 14 sem þýðir 14 vikur, sorry ég er ekki að fara að leggja þetta á barnið í 14 vikur þannig að í gær voru teknar 2 og 1 á þriðjudaginn og það gekk bara fínt í gær og ég held það hafi verið vegna þess að hún fékk glæsilega prinsessu inniskó, sem er líklegast mesti viðbjóður sem ég hef séð. Þetta er eitthvað sem ég keypti í Tiger eða Allt á 100 kall eða hvað sem þessi búð heitir og þeir eru svo harðir að, já þeir eru beisiklí úr hörðu plasti. En hún var alveg í skýjunum yfir þessu þannig að ég ætla að reyna að bæta mig í verðlaunakaupum héðan af. Sleikjóinn var greinilega ekki alveg að gera sig.
Ég var að lesa fáránlegustu veitingahúsagagnrýni sem ég hef lesið. Hún var í síðasta tölublaði Gestgjafans og ég held að eigandi staðarins hafi mútað gagnrýnanda. Málið var að þessi staður er á Húsavík og máltíðin var að mér fannst heldur dýr miðað við að gagnrýnandi sætti sig við PESTÓ ÚR KRUKKU,sem er by the way mesti viðbjóður og hann segir virkilega í greininni mjög sáttur innan sviga ,, enda nennir enginn að gera slíkt frá grunni)hvað er veitingahús að bjóða uppá svoleiðis? Fyrir veitingahús er örugglega ódýrara að vera með ferskt pestó þar sem það væri gert svo mikið af því og það tekur kokkinn svona ca.2 mínútur. Hvað er svona maður að gagnrýna spyr ég? Hann kann greinilega ekki að elda eða hefur aldrei unnið í eldhúsi!
'eg horfði á Hells kitchen í gærkvöldi, ég á greinlega ekki að horfa á þetta. Ég hélt að ég myndi halda með nemunum eða kokkunum í þessu tilfelli en endaði á því að halda geðveikt með Gordon Ramsey og næstum því öskra með honum á þessa ILLA sem greyið maðurinn var búinn að koma inn í eldhúsið hjá sér. Hvaða eldhúsum hefur þetta lið eiginlega unnið í, guð minn góður, aular bjánar og letihaugar sem svitna í matinn! Sko ef ég fer til USA einhvern tímann þá skal ég ávallt elda heima ef þetta er það sem er að vinna á fínu veitingahúsunum þarna úti. Eru einhverjar reglugerðir þarna sem standast EU standarda??? Eina manneskjan sem gat eitthvað þarna var einhver sem heitir Heather og á mér líklegast eftir að líka best við hana í framhaldinu, hehe sjáum hvernig fer. En ég kom sjálfri mér á óvart, er ég virkilega orðinn svona mikill kokkur?
Jæja best að fara og taka þvottinn, kallinn vantar nærbuxur.
fimmtudagur, september 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vörturáð!
Tryggvi Þór fékk þessar vörtur. Talaði við nokkra lækna og þeir komu allir með sömu ráðlegginguna sem ég hef notað með góðum árangri. Það er að stinga hverja vörtu með nál áður en barnið fer að sofa. Erta hana semsagt. Spritta vel yfir á efir. Gera þetta á hverju kvöldi í ca viku.
Það sem gerist við þetta er að ónæmiskerfið fer í gang þegar þú ertir vörturnar svona, og ræðst á veiruna. Svona yfirborðsveirur ná illa að vekja ónæmiskerfið en ertingin gerir það. Ástæðan fyrir því að mælt er með að gera þetta rétt fyrir svefn barnsins er að þá er minnsta hætta á að barnið sé með puttana í vörtunum að fikta. Að "klippa" eina vörtu af í einu er bara bölvanlegur sársauki fyrir barnið. Fyrir utan það að þú sleppur við að gefa 14 verðlaun ;)
Vona að þær hverfi annars sem fyrst.
Kveðja til Sverrris.
Ragnhildur Sara
og hvada draumar eru thetta eiginlega...potthétt djúsí ef ég thekki thig rétt, hehe
ástarkvejda frá barcelona
harpí
Gvuð takk innilega fyrir þetta ráð ég er farin að kvíða fyrir töku af vörtu á hverjum degi! prófa þetta!
Og Harpa já þú þekkir mig rétt hehehe
Skrifa ummæli