miðvikudagur, desember 05, 2007

blúbblúb

hún kemur uppúr kafi á ný og byrjar að hripa niður nokkur orð um það sem er að gerast í þessu yndislega lífi.
Hekla mín er alveg yndislegasta barn í öllum heiminum. Fannst ég bara þurfa að láta ykkur vita af því.
Nú þegar ég kem að sækja hana í leikskólann þá höfum við þurft að fara eitthvað að stússast og á meðan hún situr í bílnum syngur hún hástöfum fyrir mig og þá eru það lög sem hún semur sjálf á staðnum og eru mjög fyndin. Ég því miður man ekki textann en hann er svakalega fyndinn. Svo segir hún við mig áðan ,, mamma ég bara veit ekki hver kenndi mér þessi lög!" ég segi þá ,, tja varstu ekki bara að skálda þetta núna?" hún: ,, nei ég held að afar mínir sem eru dánir hafi kennt mér þetta...."
jájá við bara látum það liggja á milli hluta hvort þeir hafi í raun kennt henni þessa drepfyndnu texta eður ei.....
Nú er alltaf brjálað að gera í vinnunni og ég rúlla eins og brjálæðingur, komin með bólgnar og þurrrar hendur, en þetta fylgir víst þegar maður er heima í kringum jól og er að vinna, allt brjálað. Við erum komin með nokkurs konar jólaborð og hefur það hækkað verðið sem þýðir að við leggjum okkur extra mikið fram um að gera þetta hádegisverðarhlaðborð að því besta sem til er á landinu. Ég er alltaf að prófa mig áfram með sushi-ið og er komin með nokkrar rúllur upp í ermina sem eru all svakalegar, fólk fær á sig skrítna svipi þegar það smakkar á þeim, já það er eins gott að vita ekki hvernig fólk er í framan þegar það fær ,,það"....
Ég hélt uppá afmæli Heklu um daginn og það var sko fjör, að sjálfsögðu var boðið uppá sushi,nema hvað.... og svo kökur og læti fyrir krakkana og í eftirrétt.
Það var svakalega skemmtilegt.
En ég tek undir það sem Óla systir nefndi á síðunni sinni, þ.e. ég biðst forláts á þessum mökunarhegðunarmynstri okkar systranna og ég lofa að eignast næsta á öðrum mánuðum ársins!
Ég fékk smjörþefinn af því að vera einstæð móðir í þarsíðustu viku þegar dóttirin varð veik, enn á ný, þá þurfti ég náttúrulega að sitja heima og EKKI FARA Í VINNUNA jesús minn góður samviskubitið var gersamlega að fara með mig! Ég segi það enn og aftrur að einstæðar mæður/feður eru gríðarlegar hetjur í mínum augum, og hugsið ykkur ég á bara eitt!
Mamma var svo óheppin að detta í þarsíðustu viku og handleggsbraut sig,sleit krossbönd,rotaðist og fékk stærðarinnar glóðarauga. Ekki auðveld vika fyrir hana...
Sverri gengur prýðilega vel í skólanum úti, þau voru að skila núna á mánudaginn og voru best í bekknum, til hamingju Sverrir, rosalega er ég stolt af þér.
Ég hef eignast aðdáanda í vinnunni, ég hélt ég sæti ein um hann en svo kom í ljós að hann er svona við þær allar, mér fannst ég hafa verið svikin. Nei svona til að útskýra betur þá er þetta nett stalker dæmi og ég var orðin verulega smeyk við manninn, en hann er pólsku uppvaskari sem uppúr þurru fór að brosa til mín ógeðslegasta brosi sem ég hef séð og horfa endalaust á mig.. ég var að bilast en svo fór ég til konunnar sem sér um kalda eldhúsið og þá kom í ljós að hann gengur víst ekki alveg heill til skógar og hann gerir þetta líka við hana og hún er alveg jafn smeyk við þetta og ég , mikill léttir!
Jæja nú ætla ég að hætta þessum stíl og fara að einbeita mér að einhverju öðru.
Við mæðgurnar erum svo þreyttar um níuleytið að við förum alltaf saman uppí rúm að sofa og orkum ekki einu sinni að lesa nokkrar blaðsíður.
Það lítur út fyrir brjálaða helgi, venjulega vinnan mín frá 6-15.00 og svo frá 16-23.00 í jólahlaðborðinu, jesssss.... get ekki beðið maður.....

4 ummæli:

cockurinn sagði...

mikið er gaman að fá smá blogg aftur, við viljum meira af þessu, er það ekki kæru lesendur??????

Hlakka til að koma heim aftur og hitta allt þetta skemmtilega fólk í lífi okkar.

kv Módelið í Mílano

cockurinn sagði...

Heyrðu herra módel, það' kemur út eins og það sé ég sem er að skrifa! Breyttu þessu nú í tölvunni elskan;)

Ólöf sagði...

hahahahaah ég hélt að þú værir að skrifa alveg tvisvar. Ein þreytt á kommentaleysi best að sjá bara um þetta sjálfur hehe.

Ólöf sagði...

Herra módel, við skemmtilega fólkið hlökkum líka svakalega til að sjá þig. Og til hamingju með verkefnið!