jæja þá er jólastressið farið að ná tökum á manni, ótrúlega mikið að gera í vinnunni og svo er mjög spennandi veisla á föstudaginn.
Bjössi var að kaupa svo klikkaðann sushi hníf um daginn að það hálfa, djöfull er gaman að skera með honum, laxinn verður eins og smjör!
Það er búið að vera helvíti ljúft síðustu vikur að vera á bílnum hennar mömmu en ég tek nú eftir því að það er aðeins farið að leggjast á miðjuna á mér þannig að ég er að spá í að fara á hjólinu í vinnuna þrátt fyrir að vera með bíl til umráða. Hvað haldiði að ég fari oft á hjólinu, ef þá einhvern tíma????
nú kom jólasveinninn í nótt og mamma sá ekki viðbrögðin hjá snúllunni fyrr en eftir leikskólann :( soddan er livet....
glimmer lím var það heillin og það er nú komið út um allt eldhús og alla stelpuna, ég er ekki nógu sátt við jólasveininn hann stekkjastaur vonandi verður næsti með gáfulegri gjafir.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já þú verður að standa þig í jólasveinahlutverkinu.
Þú verður líka að fara að hreyfa þig, þýðir ekki að ég sé sá eini sem fer í ræktina tvisvar á dag og orðinn svo massaður að ég þarf að kaupa nýja spariskyrtu enda sú gamla sem ég keypti fyrir mánuði orðin of þröng!!!
fokk ég breytti nafninu en það kom samt ekki,
það var módelið sem póstaði commentið hér að ofan.
Skrifa ummæli