miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Hekla mesti snillinn!!!


Hún Hekla mín tók uppá því á laugardagskvöldið að taka skæri og klippa af sér helminginn af hárinu. Ég fékk ekkert smá sjokk! En svo varð þetta bara fyndið, reyndar ekki fyrr en eftir tiltal frá fjölskyldunni sem fannst þetta mjög fyndið og krúttlegt. En svo fékk ég ekki klippingu fyrir hana fyrr en á mánudagseftirmiðdaginn þannig að hún þurfti að fara í leikskólann svona, frekar fyndið, en henni var alveg sama. Hún fékk svo þessa líka æðislegu klippingu hjá henni Herdísi vinkonu.

2 ummæli:

cockurinn sagði...

hún er nú alltaf sætust stelpan mín jafnvel þó hún væri snoðuð!!

pabbi

Nafnlaus sagði...

Hún er alveg eðal töffari með þessa klippingu. Er alveg sammála Sverrir, hún væri bjútifúl nauðasköllótt með alskegg.
Hlökkum til að sjá litla pönkarann fljótlega

Sigrún