fimmtudagur, mars 19, 2009

Skyndibiti

Við fórum á bekkjarkvöld hjá einkadótturinni í kvöld þannig að það varð lítið úr eldamennsku en ég mun hér og nú mun ég upplýsa hver skyndibiti fjölskyldunnar er.
Samloka með dijon sinnepi, majónesi, skinku og osti og ef við eigum afganga af kartöflum þá verður kartöflusalat fyrir valinu. Þetta er eiginlega alveg frábær skyndibiti og mun ódýrari en nokkur sem keypt er úti á einhverjum stað.
Við ristum og smyrjum brauðið fyrst og setjum skinku undir og ost ofan á eina sneiðina og svo er hún sett inn í ofn og þegar osturinn er bráðnaður er hin sneiðin sett ofan á. Einfalt og gott.
Við tókum svo afganginn af salatinu frá í gær og bættum majónesi og sýrðum rjóma saman við og þá var miðjarðarhafssalatinu breytt í mjög skandinavískt kartöflusalat.

Engin ummæli: