föstudagur, mars 20, 2009

Nokkurs konar Stroganoff

Ég ætlaði að fara eftir uppskrift að þessum rétti en viti menn ég átti lítið sem ekkert af hráefninu til í skápnum þannig að ég notaði bara það sem var til og bjó til mitt Stroganoff og það kom alveg sérstaklega vel út.
Storganoff á strangt tiltekið að innihalda lauk, kjötstrimla/teninga, sveppi, tómata og sýrðan rjóma, en ég átti lítið sem ekkert af þessu þannig að mitt varð eftirfarandi:

Nokkurs konar Stroganoff eða það sem er til í skápnum stroganoff
f/4
2 bakkar af svínagúllas kjötteningum eða nauta(svína var ódýrara)
3 gulrætur
3 sellerístönglar
1 laukur
3 litlir skallottulaukar
2 tómatar
2 tsk tómatpúrra
10 timíangreinar
2 nautakjötskraftteningar
vatn
hveiti til að velta uppúr
salt og pipar
vænar smjörklípur
2 msk balsamic edik
150 ml hvítvín, rauðvín væri betra en ég átti bara hvítvínsbelju í skápnum
Aðferð:
1. skerið allt gærnmetið og steikið þar til það brúnast fallega
2. Setjið hveiti í poka ásamt salti og pipar og jafnvel paprikudufti og veltið kjötinu uppúr því, takið kjötið upp úr og hristið aukahveiti af og steikið þar til það brúnast fallega, blandið þá öllu saman í stóran pott og hellið edikinu og víninu yfir og sjóðið létt niður, hellið þá vatni í pottinn þannig að fljóti yfir. Bætið þá kraftinum, tómatpúrrunni og kryddinu saman við og látið suðu koma upp. Sjóðið svo varlega við vægan hita í ca klukkutíma, athugið þá hvort kjötið sé orðið meyrt með því að taka einn stóran bita og smakka, ef hann er enn seigur þarf að sjóða lengur og takið þá lokið af pottinum og leyfið að sjóða niður.
3. Þegar kjötið er svo tilbúið er mjög gott að sigta sósuna frá og sjóða niður á meðan kartöflurnar eru soðnar og búin til kartöflumús.
4. Þegar músin er tilbúin er kjötið sett saman við sósua og allt borið fram saman

Engin ummæli: