fimmtudagur, september 24, 2009

Gulrótarkaka

Þetta er án efa besta gulrótarkaka sem ég hef smakkað, hún er svo safarík og mjúk og yndisleg eitthvað, enda er hún frá mömmu sem er að sjálfsögðu besti kokkur í heimi.
Ég helmingaði uppskriftina í þetta skiptið og setti í lítið hringform og svo afganginn í muffins form og það kom bara rosalega vel út.
Ég er þessa dagana meira fyrir að baka en að elda mat þannig að ég hendi í köku og eiginmaðurinn sér okkur fyrir næringu á kvöldin og er bara búinn að standa sig með prýði.
En hér er uppskriftin af bestu gulrótarköku í heimi

Gulrótarkaka

400 ml hveiti
2 tsk lyftiduft
1,5 tsk matarsódi
1,5 tsk salt
2.5 tsk kanill
400 ml sykur
300 ml matarolía
4 egg
600 ml rifnar gulrætur(ég ríf þær gróft)
1 stór appelsína skorin í litla bita
100 ml saxaðar valhnetur
200 ml kókosmjöl

Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið hringsmelluform, gott að setja smjörpappír í botninn.
2. Hrærið saman sykri,eggjum,hveiti,lyftidufti,matarsóda,salti,kanil og matarolíu
3. Bætið svo við gulrótum,appelsínu,valhnetum og kókosmjöli
4. Hellið í formið og bakið í 1.5 klst. Látið kólna alveg áður en kremið er sett á.

Krem
100 ml smjör, við stofuhita
200 ml rjómaostur
4-5 msk flórsykur
smá vanilludropar

Aðferð:
1. Hrærið saman smjöri,rjómaosti,flórsykri og vanillu og smyrjið á kökuna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl!
Mig langaði bara til að þakka þér fyrir uppskriftir - ég frétti af síðunni þinni gegnum Brynju vinkonu Kötu og Kristínar. Prófaði hvítvíns-sinneps kjúkling með sítrónurísotto í dag og þetta var ótrúlega gott (og fínar leiðbeiningar líka). Takk fyrir mig!

Kveðja,
Jóhanna Andrésdóttir